Neisti - 01.06.1968, Blaðsíða 18

Neisti - 01.06.1968, Blaðsíða 18
GUNNAR GUTTORMSSON Að gagnrýna verkalýðshreyfingu Varla mun nokkrum, sem eitthvað þekkir til íslenzkrar verklýðshreyf- ingar, blandast hugur um að hennar bíði ekki mörg óleyst vandamál og verkefni á næstu árum. Þessi verkefni lúta bæði að starfsemi hennar inn á við, skipulagsmálum hennar, félags- og menningarstarfsemi - og ekki sí&ur að baráttu hennar út á við; hvernig hún til að mynda geti samhæft kjarabaráttuna og baráttuna fyrir jákvæðum breytingum á þjóð- félaginu, er tryggi varanlegan árangur hinnar fyrrnefndu. Sjaldan verður þessi nauðsyn augljósari en einmitt eftir verkfallsátök, svipuð þeim sem nýlega eru afstaðin, þegar spurningin snýst fremur um það að varðveita en ekki bæta þau lífskjör, sem launafólk bjó við áður og það taldi naumast til munaðar. Það ástand, sem skapazt hefur { atvinnumálum, þegar alvarlegur samdráttur hefur orðið \ mörgum greinum atvinnulífsins, gefur ekki síður tilefni til umræðna um stöðu verklýðsheyfingarinnar. Þegar eftir- og næturvinna er afnumin stendur verkafólk andspænis þeirri bitru staðreynd, að tekjur 8 stunda vinnu- dags hafa sjálfsagt aldrej. verið fjærri þvf en nú að hrökkva til fram- færslu þó ekki séu teknar með nema brýnustu lífsnauðsynjar. Eðlilegt er að opinskáar umræður eigi sér stað um öll þessi mál og þá ekki sízt um það hvernig, og eftir hvaða leiðum verklýðsheyfingin geti snúið þessari óheillaþróun við. Þessar umræður þurfa auðvitað helzt að eiga upptök sín innan verklýðsfélaganna og launþegasamtakanna þar sem það eru fyrst og síðast félagsmenn þessara samtaka, sem verða að móta störf þeirra og stefnu. - En þær umræður og sú gagnrýni, sem fram kann að koma utan verklýðsfélaganna á starfshætti þeirra og stefnu, getur verið launþegasamtökunum ómetanleg sé hún á rökum reist og sett fram 1 ljósi þekkingar á öllum aðstæðum. Þvi rétt eins og hver annar verkamaður.sem lengi hefur unnið sama starfið, kemur oft ekki auga á hentugri vinnubrögð við verk sitt, sem öðrum kmma að virðast auðsæ, eins getur forystu- og félagsmönnum 1 launþegasamtökunum sést yfir nýjar og skynsamlegar starfs- og baráttuaðferðir. - Hér er því* engan veginn óhugsandi að við eigi gamla orðtækið, að betur sjái augu en auga. Eins og glöggt kom fram í umræðum þeim sem spunnust 1 kringum sífe- asta verkfall ( \ blöðum útvarpi og manna á milli) er mat manna á hlut- verki verklýðsheyfingarinnar eðlilega mismunandi, og kröfur þær, sem menn gera til hennar mótast eftir þvi. - Með hliðsjón af þessu má skipta 1 tvo hópa þeim, sem ákafast gagnrýna verklýðsheyfinguna og starfs- hætti hennar: Annars vegar eru þeir, sem vegna eigin hagsmuna eða jafn- vel meintra hagsmuna atvinnuveganna, óska þess að verkalýðshreyfingin sé og verði félagslega veik samtök. Málflutningur þeirra miðar að þvi 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.