Andvari - 01.04.1962, Page 10
8
LÁRUS SIGURBJÖRNSSON
ANDVARI
var Brúnsliús, sögufrægt hús, hyggt af Einari snikkara Helgasyni, hróður séra
Arna í Görðum. Áður liét þar Brúnsbær eftir Bruun sáluga tugtmeistara en
ekkja hans keypti bæinn 1790 úr þrotabúi Innréttinganna. Hann er tólfta
hús á skrá þeirra og talinn búr stofnananna (Victualiehús). Hér bjó á sinni
tíð Jörundur íslandskonungur, og djúpt í jörðu eru mannvistarleifar frá fyrstu
byggð í Reykjavík, sem komu í Ijós, þegar tekinn var kjallari prentsmiðjunnar,
sem þar er nú. Vart gat söguríkara hús í Reykjavík til leikritsgerðar. Húsráðandi
var þá Gísli Magnússon skólakennari og Sigurður málari í skjóli þessa vinar
síns, þó að sóknarmanntalið geti þess ekki. Annars skýtur nokkuð skökku við
í manntali síra Ólafs Pálssonar þessi misserin, hvað snertir skólapiltinn Matthías
Jochumsson. Hann er talinn til heimilis í Lærða skólanum með heimavistar-
sveinum, og þó er enn undarlegra, að hann er talinn 5 árum yngri en hann
var, 21 árs í stað 26 ára veturinn sem Utilegumennirnir komu fram. Jón Árna-
son bókavörður býr í Smiðshúsinu hak við Dómkirkjuna og hjá honum fóstri
hans Þorsteinn Egilsson þar til Sigurður rnálari flytur í húsið 1863. Því verður
varla trúað, að Jón Ámason hafi verið svo tíður gestur hjá Gísla Magnússyni,
að það réttlæti þá sögn Matthíasar „að hann hafi verið þar“. Jón var um þessar
mundir biskupsskrifari og að eigin sögn á kontómum frá ld. 9-2 og kl. 3-7
°g allar frístundir við ritun þjóðsagna sinna.
Upplýsingar manntalsins 1861 virðast í fljótu hragði stangast á við um-
mæli Matthíasar. Skýringin er ef til vill sú, að Matthías hafi flutt af Langa-
lolti í jólafríi skólapilta og til samverkamanns síns Sigurðar rnálara, en Jón
Arnason tíður gestur meðan fyrsta islenzka þjóðsöguleikritið var að taka á sig
fasta mynd. Gera verður ráð fyrir öðrum gesti í Brúnshúsi þessa dagana. Hann
var húsum kunnugur, því að hann var alinn upp í húsinu hjá föður sínurn
Einari snikkara. Það var ekki rnargt í timburtjargaðri háborg Reykjavíkur ára-
tugina eftir 1855, sem fór afskiptalaust framhjá Helga E. Helgesen guðfræði-
kandidat og síðar skólastjóra, ef af því var menningarlegur keimur. Á sinn sér-
stæða hátt, kyrrlátan og hlédrægan, ber hann hátt á öldinni sem leiðtogi ungra
menntamanna og verðandi stjómmálamanna. Jón Ólafsson ritstjóri sagði, að
hann hefði verið „nihilisti" í eldri og upphaflegri merkingu þess orðs, „þjóðar-
uppfræðari" geturn við ef til vill sagt. Sigurður málari var handgenginn þeim
báðum, Helga og Jóni Árnasyni. Helgi hafði hvatt hann til að setjast að í
Reykjavík 1858, og þrjú ár í röð höfðu þeir staðið fyrir sjónleikjahaldi í bænum.
Samstarf Jóns og Sigurðar er kunnast af stofnun fomgripasafnsins 1863, árið
sem þeir búa saman í Smiðshúsi bak við Dómkirkjuna. Nú er það erindi Helga
í Brúnshús að reka á eftir leikrituninni, því að hann er ekki einasta forvígis-
maður leikjanna, heldur forseti hinna leynilegu samtaka, sem að haki standa.