Andvari - 01.04.1962, Blaðsíða 11
ANDVARI
SULLAÐ SAMAN í JÓLAFRÍI
9
Eftir leikina í fyrra voru þcssi samtök stofnuð af þeim Helga og Sigurði, og
Jón Ámason kjörinn félagsinaður á stofnfundi. Það var ekki komið fram á vor,
þegar Matthíasi var boðin þátttaka. Matthías segir á einurn stað, að hann hafi
byrjað á „Utilegumönnum" sínum um haustið 1861. Það er trúlegt, að hann
hafi þá tekið að velta fyrir sér viðfangsefninu, en mér segir grunur um, að
Sigurður hafi þegar um vorið lagt að honum að semja leikrit fyrir félagið og
það sé ástæðan til þess að honum var boðin innganga fyrstum skólapilta ásamt
Hallgrími Sveinssyni, síðar biskupi. í þessu sambandi eru athyglisverð um-
mæli Eiríks Briem í Eimreiðargrein 1921, en Eiríkur varð litlu síðar ötull félags-
maður og nákunnugur Sigurði málara, þar sem segir, að félagið hafi árið áður
fengið annan skólapilt Jón A. Hjaltalín til að yrkja forleik eða inngang að leikj-
um það ár, sem var sagður fram af Helga E. Helgesen í líki leikgyðjunnar Þalíu.
Eiríkur segir að forstöðumönnunum (Helga og Sigurði) hafi verið það mjög
í mun að fá íslenzk viðfangsefni, þeir vom búnir að sýna bæði leikrit Sigurðar
Péturssonar, Hrólf og Narfa, og hyggur hann, að þeir hafi nú leitað fyrst til
Jóns en síðan til Matthíasar til þess að semja leikrit fyrir félagið. Þess má líka
SmiSshús.