Andvari - 01.04.1962, Síða 13
ANDVARI
SULLAÐ SAMAN í JÓLAFKÍI
11
Brúnshús.
og viðurkenningu hefur hann hlotið fyrir teikningar í Njálu-útgáfu Dasents.
Eftir annríkið við undirbúning leiksýninganna ætlar hann að taka til við altaris-
töflu-málverk, og velunnari hans, Jón Ámason, pantar liti og fyrirmynd frá
Þýzkalandi, þá einu Kristsmynd, sem Sigurður segist hafa séð fallega svo afbragð
er af, Titian-myndina þar sem Kristi er færður skattpeningurinn. Matthías er
venju fremur „optimískur", nýkominn af fjöllum. Hann er í skjóli Jóns Áma-
sonar og maddaman í Stykkishólmi hefur þakkað Jóni „mikið vel fyrir h'latta".
Hann er fullur af fjöri og ákafa, en fóstra hans finnst ástæða til að segja um
hann, að hann sé „einn af þessum nýmóðins mönnum, sem vilja vera, en ná
aldrei niðri“. I höndurn listamannsins og fræðimannsins, sem báðir „em gagn-
teknir og fullir af íslenzkum fróðleik“, er hann eins og deigt jám. Auðvitað
eru hinir eldri menn dálítið „kritískir“ gagnvart skólapiltinum, meistarinn segir,
að hann sé „fjarskalega overfladisk og rasar á því, að hann skilur ekki málið og
brúkar rangt orð“, en málarinn lýsir því yfir, að Matthías búist við heiminum
betri en hann er. Miklum aldursmun er raunar ekki fyrir að fara, Sigurður er
aðeins 2 árum eldri og fóstrinn 16; villan í sóknarmanntalinu er að engu haf-
andi, hvaðan sem komin er.