Andvari - 01.04.1962, Blaðsíða 15
ANDVARI
13
SIILLAÐ SAMAN í JÓLAFRÍI
Leikhiisid í Reykjavík 1862.
frumgerð leiksins. Heita má, að engar textabreytingar þurfi að gera aðrar en
útstrikanir og tilfærslur til þess að fá eðlilega uppbyggingu fjögra-þátta leik-
rits með skiptingunni: 1. Inngangur og kynning, 2. Dregur að því senr verða
vill, 3. Átök — spenna, 4. Leikslok, hér: dómar og sættir. Þættirnir eru svo skýrt
afmarkaðir, að það mætti gefa þeim fyrirsagnir: 1. þáttur: Hólasveinar, 2. þáttur:
Utilegumenn, 3. þátiur: Grasafjallið og 4. þáttur: Dómar. Eiginlega ganga
breytingar Matthíasar á leikritinu í þeim tveim gcrðum, sem vcr þckkjum, lyrst
og lremst út á það að stokka upp þessa einföldu þáttaskiptingu. Grasafjallið
eitt lær að standa skýrt og greinilega innan þátta-ramma, eins og höfundur eigi
þar rnest af sjálfum sér. I fyrstu atrennu til breytinga sýnir hann oss Hólasveina
á slóðum útilegumannanna, í hinni síðustu gefur hann fólkinu frá grasafjallinu
forgjöfina, byrjar á Sigurði í Dal.
I prentaða leiknum 1864 vekur það strax grunsemd, að „stúdentar frá
Hólaskóla" eru á ferð að liausti, þegar fólk fer til grasa. Höfundur er líka í
vandræðum með erindi þeirra til sýslumanns. „Við erum kornnir til að heim-