Andvari

Árgangur

Andvari - 01.04.1962, Síða 26

Andvari - 01.04.1962, Síða 26
24 SVEINN SKORIU IIÖSKULDSSON ANUVAllI „Stóð Einar sem lamb undir ræðu hans og annarra eins ákafra og brá hvergi, en loks bárust svo sakirnar á Einar, að hann gat engri vörn fyrir sig komið og var þá rekinn úr félaginu; slapp hann þannig úr hundahljóðum. Því næst voru sakir bornar á Jón Þorkelsson og Hannes Haf- stein, og neitaði hann öllu saknæmi fast- lega, en með því að glöggar þóttu sakir hjá þeim, voru þeir og reknir úr félaginu. Síðan var þeim og vísað hurt Ólafi Fin- sen og Bertel."1) IV Þótt mönnum kunni svo að virðast sem atburðir þeir, er hér hefur verið lýst, séu ekki annað ar venjulegar skólapilta- erjur, munu þeir þó hafa markað braut þátttakenda meir en líklegt mætti þykja. Með Hannesi og Einari tókst ævilöng vinátta, sem hélzt þrátt fvrir skoðana- ágreining síðar, en við þá Skúla og Sig- urð eldi hann löngum grátt silfur. Þeir, sem reknir voru úr Bandamanna- félaginu, og nokkrir, sem sögðu sig úr því af þessum atburðum, stofnuðu mcð sér nýtt félag á sumardaginn fyrsta 1878. Nefndu þeir það Ingólf, og skykli nafnið vera táknrænt um þá, er flúið hefðu harðstjórn og ofríki. Starfsemi Ingólfs var allmjög með sama hætti og Bandamanna- félagsins og þó lengi þróttmeiri, því að þar sátu skólaskáldin, Bertel, Einar, Hannes og Jón Þorkelsson. Ekki kom fyrir sjónir manna neitt af skáldskapartagi frá hendi Hannesar til loka þessa skólaárs. Hann lauk fyrra hluta hrottfararprófs 12. júní um vorið og hlaut þennan vitnisburð: „Danska: dável; þýzka dável; landfræði: ágætk; náttúru- saga: ágætl."2) 1) Þjóðskjs.: Árbækur Hins lærða skóla ís- lands 1877—1882, bls. 17—18. 2) Skýrsla Lærða skólans 1877—78, bls. 24. Um haustið eftir tók Ingólfur til starfa að nýju, og ortu skáldin í gríð, einkurn Bertel og Einar, en Hannes birti ekkert eftir sig fyrr en á fundi 8. desember, að lesin var upp stutt saga, Lóan litla, og leik- eða samtalsþáttur, Dialogi magistror- um. Enn kom hann þó ekki fram undir fullu nafni, hcldur stendur eitt „H“ við skáldverk þessi í gjörðabók. í leikþættin- um bregður Hannes fyrir sig skopi og gáska á léttan og skemmtilegan hátt. Stil- færir hann máltæki og háttalag lærifeðra sinna og lætur þá ræða ýmis hrosleg atvik í lífi skólasveina og hrasanir þeirra á vegi dygðanna. Kennararnir ganga þarna undir gæluheitum sínum ekki öllum gizka há- tíðlegum svo sem Terki, Bitter, Grím- steinn og Stubbur. Það var samþykkt á fundi í Ingólfi 12. janúar 1879, að félagsmenn skyldu rita lýsingar hverjir á öðrum. Voru þær síðan lesnar upp á fundi 26. janúar, og skrif- aði Hannes urn Sigurð I Ijörleifsson. Er sú lýsing hið fyrsta frá hans hendi í Ing- ólfi, sem hann birti undir fullu nafni. Þá var hann kominn í fimmta bekk skól- ans, og sýnir það, að Hannes var ekki framhleypinn í æsku. A fundi 12. apríl um vorið var síðan lesin upp ritgjörð hans, Félagsbvltingin í Reykjavíkurskóla, sem áður er til vitnað, og úr þessu birti hann ritverk sín undir fullu nafni. Þótt Hannes birti ýmsum minna af skáldskap í Ingólfi þennan vetur, hafa ráð hans um hag og starf félagsins verið mikils metin. Það henti Einar Hjörleifs- son vorið 1879 að gleyma ýmsum skjöl- um varðandi félagið í alþingissal skólans, þar sem Bandamenn fundu þau. Idefur Ingólfsmönnum að vonum sviðið það sárt, að starfsemi þeirra yrði þannig á hvers manns vitorði í félagi andstæðing- anna. Vildu sumir Ingólfsmenn hegna Einari stranglega og víkja honuin úr stjórn félagsins. Reis þá Hannes upp til
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.