Andvari

Volume

Andvari - 01.04.1962, Page 27

Andvari - 01.04.1962, Page 27
ANDVARI LÁTTU GAMMINN GEISA 25 varnar fyrir Einar og tókst að miðla svo málum, að fallizt var á að láta áminn- ing nægja. Komu í þessu þrefi í ljós hæfileikar Hannesar til samninga og málamiðlunar, sem síðar áttu eftir að duga honum drjúgum á löngum stjórn- málaferli. Veturinn eftir tók Hannes einnig drengilega svari Einars á almenn- um fundi pilta, er klekkja átti á honum vegna vitnisburðar hans í áfengisbrota- máli skólapilts. Þegar Hannes settist í sjötta bekk Lærða skólans haustið 1879, hafði hann enn ckki flutt í Ingólfi nokkurt kvæði. Fram til þessa höfðu ritstörf hans beinzt að óbundnu máli, gamanþáttum, smá- sögu og ritgerðum. En síðasta vetur sinn í skóla flutti hann í Ingólfi nærri sextíu kvæði, flest frumsamin. Og um vorið, 21. maí 1880 birtist fyrst eftir hann kvæði á prenti í Þjóðólfi og nefndist Asta. Þennan vetur var hann umsjónarmaður við bænir og kirkjugöngu, var það þá í fyrsta sinn skilið frá umsjónarmannsstarfi í cfsta bekk og gert að sérstöku embætti. Var þetta og í fyrsta sinn sem sjötti bekkur var svo nefndur. Aður sátu menn tvo vetur í hvorum, þriðja og fjórða bekk. Að launum fyrir umsjónarmennsku sína hlaut hann Brockhaus’ Kleines Conversa- tions-Lexicon. Hannes var frábær námsmaður og þurfti lítt á sig að leggja til að fylgjast með námi. Hann gat því notið lífsins í ríkara mæli en flestir pilta. Segir svo í annál þessa skólaárs frá þeim sjöttubekk- ingum undir fyrirsögninni Extraverk og fleira: „Drykkjuskapur var yfir höfuð með minna móti. Helzt drukku dimittendur, en varð þó sjaldan heyxli (sic) að. Aftur á móti höfðu þeir oft soll sín á milli, og er Hannes Hafstein einkum nefndur þar sem ágætur gleðimaður. Eitt af þess- um sollum liéldu þcir í liúsi Jóns skipa- smiðs, þar sem þeir Jón Jakobsson1) og Rútur2) höfðu húsavist. Skemmtu þeir sér þar alla nóttina og fram á næsta dag. Voru þá nokkrir fallnir í valinn og sum- um orðið dimmt fyrir augum, þá kvað Hannes (af munni fram): Nú er Rútur minn rauður, rauður eins og morgunskórnirl) góðu. Pálmi prófastur2) dauður og prófastsandinn geymdur niðrí skjóðu. Sá ég aldrei sollmenn slíka, sá ég því síður meiri. Bóndinn3) uppi er blindur líka, blindur rétt eins og fleiri. Sumir hugsa um heitmey4) smá með hýra brá; sko! horfðu á þá, ójá, ójá.5) Kátir út úr kollum teygum, kannske í nótt vér deyja eigum. Drottinn því ræður, drekkum því bræður. Dýr er mjöður sjá. Aths. 1) Emil var þá nýtrúlofaður Sjönu í Sjóbúð, og hafði hún skenkt hon- um hárauða morgunskó. 2) Pálmi var kallaður prófastur í skóla. 3) Jón skipa- smiður, sem byggði uppi á lofti. 4) Nl. Emil. 5) Máltæki Geirs tengdaföður Emils: Sko! Idorfðu á! Sjáðu! —“3) Ekki urðu þó saklaus gleði skólapilta eða skáldskapariðkanir Hannesar til þess að hindra mikil námsafrek hans. Hann lauk stúdentsprófi 16.—19. júní með glæsibrag og hlaut þennan vitnisburð: 1) Síðar landsbókavörður. 2) Finnbogi Rútur Magnússon, síðar prestur í Kirkjubólsþingum, Otradal og Húsavík. 3) Þjóðskjs.: Árbækur Hins lærða skóla Is- lands 1877—1882, bls. 87—88. Emil: Emil Hermann Ludvik Schou. Hann fór til Vesturheims og lézt í Kansas í Banda- ríkjunum 1891. Sjana í Sjóbúð: Kristjana dóttir Geirs Zoega kaupmanns í Reykjavík. Pálmi: Pálmi Pálsson yfirkennari.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.