Andvari - 01.04.1962, Side 36
34
SVEINN SKORRI IIÖSKULDSSON
ANDVARI
VIII
Þótt stundum slægi í brýnu með
Hafnarstúdentum á þessum árum, kunnu
þeir eigi síður að njóta gleði saman. Um
þessar mundir var starfandi íslenzkt stúd-
entafélag í Höfn. Meðal þeirrar dægra-
breytni, er það stóð fyrir, var sérstök
skógarför íslendinga. Vorið 1883 var
Bertel Þorleifsson formaður félagsins og
stóð fyrir förinni. í Konunglegu bók-
hlöðunni í Kaupmannahöfn er varðveitt
dagbókarbrot Ólafs Davíðssonar, sem hefst
19. apríl 1883 með lýsingu á skógarför
Islendinga, og segist honum svo frá:
,,Það hafði verið kveðið svo á, að
stúdentafélag vort skyldi fara á félags-
þjór dag þenna, og með því vér vorum
orðnir leiðir á að þjóra niður í bæ, það
er að segja, þegar betra stóð til boða, þá
réðum vér af að þjóra úti í skógi í þetta
skipti."1)
Þeir Þórhallur Bjarnarson og Einar
I Ijörleifsson voru Bertel til aðstoðar við
undirbúning, og skyldu menn koma
saman klukkan þrjú á herbergi nr. 10
á þriðja gangi, „knæpu Bertels og Ein-
ars“, eins og Ólafur kallar.
Síðan segir hann:
„Það var ys meðal íslendinga á Garði
um 3. Fyrst og fremst hringsnerust þeir
á knæpunni, sem kornust þar fyrir. Sumir
voru að skrifa kvæði, sumir að taka við
peningum — tillagið var 2,25 kr. -—
Bertel að hcktografera kvæði og tókst
lengi vel illa. Nú fór að líða að 3, þá
skyldi halda af stað. Ógn var hún yfir
3, er vér lögðum af stað 8 konjakks-
flöskur og ein brennivínsflaska, 15 menn
og 2 pund af sykri. Vindla áttu menn að
leggja sér til sjálfir . . .
Ekki leið á löngu áður en vér komum
1) Ny kgl. saml. utilg. 81, 4to.
vestur til Charlottenlund. Þar fórum vér
úr vögnunum og héldum á leið til
Hjartarkershússins, þangað var ferðinni
heitið. Llm leið og vér beygðum inn í
skóginn, dróguni vér upp konjakks-
flösku og sungum kvæði eftir Bertel . . .
Vér áttum ekki allstutta leið fyrir hönd-
um og urðum vér því hálfþreyttir, en til
allrar hamingju var veður ekki mjög
heitt. Oss var nýlunda að koma í skóg,
svo vér vissum ekki sumir, hvernig vér
áttum að láta. Vér hlupum út í skóginn,
hentum flöskunum í grasið o. s. frv. Jóel
skóari — vér stúdentar máttum taka
kunningja vora með — var sprækastur í
því. Hann hljóp og mest. Þeir Bertel
þreyttu skeið upp brekku eina, og var
Jóel fljótari, enda var Bertel þungbúnari.
Þá hlupu þeir Jóel og Gísli aftur á bak,
en fórst það ekki allhöndugl.; kastaði þá
Bertel yfirhöfn sinni og hljóp og aftur á
bak svo fiml. að furðu sætti . . .
Eftir átið fórum vér út og biðum þess,
að vatn væri heitt handa oss í toddí. Vér
fengum bát og fórum út í hólma þann,
sem er í vatninu rétt hjá; gekk seint að
ferja, því ekki komust nema þrír í bátinn.
Þeir Jóel, Hannes H. og Kristján Jónas-
son klifu upp í tréð í hólmanum. Kristján
fór hæst, og svignaði tréð undan h[onu]m.
Okkur vildi það slys til, að bátinn rak
frá landi, en Jón Magnússon var svo
snarráður, að hann stökk á eftir h[onu]m
og náði í hann. Nú fórum vér í land og
tókum til toddídrykkju. Fyrst var kvæði
Hannesar sungið, og þá rak hver ræðan
og hver söngurinn annan. Bertel mælti
fyrir skál Jónasar Hallgrímssonar, Kr.
Jónasson fyrir minni íslands, Idannes
fyrir minni sumardagsins fyrsta, Einar
Hjörleifsson fyrir minni stúdentafélags-
ins, Gísli — minnir mig — fyrir minni
þeirra, sem hér væru, en væru ekki í
stúdentafélaginu, þeirri skál svaraði Jón
Þorkelsson og kom því inn í hana, að