Andvari

Volume

Andvari - 01.04.1962, Page 37

Andvari - 01.04.1962, Page 37
ANDVARI LÁTTU GAMMINN GEISA 35 sér fyndisft] allir hafa skömm á sér, en það er bölvuð vitleysa . . . Flestir fóru heim og hættu að þjóra nema Hannes og Steingrímur. Þeir þjór- uðu e[itthva]ð á eftir. Sigfús og Einar höfðu orðið samferða. Þeim hafði orðið sundurorða, og fór svo að lokum, að Sig- fús barði Einar með staf sínum fyrir engar sakir eða litlar . . . 20. föstudagur, kóngsbænadagurinn langi. Var ekki timbraður, en hafði miklar harðsperrur og ríg í öllum skrokkn- um. Var á kjaftakonsilíi uppi hjá Hann- esi Hafstein. Þar var minnzt á Sigfús Bjarnarson og lá öllum illa orð til hans."1) Kvæði Hannesar, Sumarkveðja, sem sungið var við þetta tækifæri, var þá prentað sér í Kaupmannahöfn.2) Hér er meira á ferð en venjulegt, litlítið tæki- færiskvæði: Jörð, þú sem rís nú frá kuldum og klaka, kenn þú oss að grípa hvern frjóvgandi blæ, kenn oss mót sérhverjum sólgeisla’ að taka, svo vér getum lífgað upp blómanna fræ. Kenn þú oss, snær, sem hið blíðheita bál bræðir, svo verðurðu streymandi alda, þannig að láta úr sjálfra vor sál sannleikann bræða bið kalda. Undir niðri vakir boðskapur Brandesar um rétt frjálsrar hugsunar og frjálsrar rannsóknar. Réttum mánuði eftir sumarfagnað þennan, 19. maí, var Hannes kjörinn ásamt ljórum öðrum á fundi Hafnar- deildar Bókmenntafélagsins til þess að sjá um útgáfu á kvæðum Bjarna Thorar- ensens, en það kom í hlut Emars Hjör- leifssonar að rita um hann. Um sumarið fór I lannes í leyfi sínu 1) Ny kgl. saml. utilg. 81, 4to. 2) Prentað í Þjóðólfi 16. júní 1883. Auk þess birti hann í Þjóðólfi þetta ár: Speglast bnjúkur 31. marz og Næturferð 7. apríl. til íslands. Gestur Pálsson, félagi hans frá Verðandiútgáfunni, var nú ritstjóri Suðra í Reykjavík. Birti Hannes í blaði hans tvö kvæði, sem bæði munu eiga tildrög í þessari sumarferð; ljóðrænt, lítið kvæði í Klakksvík á Færeyjum kom í Suðra 16. júní:1) Seytlar um sólbjiirt skörð sólskinið niðrá jörð, lýsir á bleikgræn börð, blítt kyssir lygnan fjörð. Tindrar úr tindum snær, tó milli kletta grær. Nið’rundan brosir bær, brekkan í ljósi hlær. Fjallgirða, fagra Vík, fósturlands stöðvum lík, vorsólin veki þig, vorblómin þeki þig. Um haustið, 8. septcmber, birti hann í Suðra kvæðið Gullfoss, sem hann hafði áður flutt í hófi þingmanna um sumarið. Hannes sigldi síðan aftur til Kaupmanna- hafnar, og dró nú brátt til nokkurra tíð- inda í félagslífi íslendinga þar, og var hann mjög við deilur riðinn. IX Þess er áður gctið, að ungskáldin í hópi stúdenta héldu hópinn á gleðimótum sem alvarlegri stundum lífsins. Kölluðu ís- lendingar þá félaga skáldaklíkuna, og danskir stúdentar töluðu um „den litteræ- re gruppe". Forvígismenn fyrir öðrunr hópi stúdenta voru einkum þeir Skúli Thoroddsen og Finnur Jónsson. Var sá fé- lagsskapur leynilegur og kallaðist Velvak- 1) Áður hafði hann birt í Suðra 31. marz: Nú vakna skógar og Hvöt, og 5. maí birti hann þar Til Matthíasar Jochumssonar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.