Andvari

Volume

Andvari - 01.04.1962, Page 40

Andvari - 01.04.1962, Page 40
38 SV12INN SKOKRI HÖSKULDSSON ANDVARI að fást við útgáfustarfsemi. Gaf hann m. a. út heldur ómerkilegt smásagnasafn eftir Jakob Schmidt og stofnaði í Höfn hlaðið Vort Hjem, sem síðar nefndist Hjemmet og óþarft mun að kynna ís- lenzkum lesendum. í janúar 1884 hóf Björn útgáfu mánaÖarritsins Heimdallar. Það er eitthvert sjálegast tímarit að öll- um frágangi, er gefið hefur verið út á íslenzku. Það var myndskreytt, en slíkt var þá nýlunda í íslenzkri blaðaútgáfu, þótt aðeins hefði verið borið við áður, t. a. m. í Skuid Jóns Ólafssonar. Heim- dallur kom út reglulega árið 1884, sextán blaðsíður í hverju hefti. í auglýsingu um Heimdall, er Björn, útgefandi hans og ritstjóri, dagsetti í Kaupmannahöfn 27. fcbr. 1884, segir: „Margir hafa lofað mér að rita í blaöið, og skal helzt nefna háskólakennara Gísla Brynjúlfsson, vísiprófast Eirík Jónsson, skáldin Hannes Hafstein, Einar Hjör- leifsson, Bertel E. O. Þorleifsson og Gest Pálsson." Má af þessu sjá, að aðalstuðnings- menn Heimdallar voru Verðandiútgef- endurnir gömlu. Gestur birti þó aldrei neitt í Eleimdalli, enda ritstýrði hann þá Suðra í Reykjavík og gat hins nýja rits mjög vinsamlega í blaði sínu. Hins vegar markaðist afstaða Jóns Ólafssonar til Heimdallar af nokkurri gráglettu í blaði hans Þjóðólfi. Sagði hann 2. febr. 1884, að aÖalritstjóri ætti að verða Gísli Brynjúlfsson með aðstoð nokkurra ungra landa í Höfn, en Gísli var þá ekki einkar vinsæll á íslandi. Má það hafa valdið þessari afstöðu Jóns, að hann var um sömu mundir að hrinda af stokkunum timaritinu Iðunni ásamt Birni Jónssyni og Steingrími Thorsteinssyni. Þótt Eleimdallur væri glæsilegur á ytra borð, gekk útgáfustarfsemin ekki með öllu árekstralaust. Mun Gísla Brynj- úlfssyni hafa þótt ungskáldin vilja þrengja kosti sínum meir en góðu hófi gegndi. Hann virðist þó einkum hafa treyst Hannesi til meðalgöngu og sátta og skrifar honum í ágúst 1884: „Það var óþarfi af Bcrtli, sem rnest hélt fram um rúmleysið, að gera ráð fvrir, að það væri óheppilegt, sem ég áleit nauðsvnlegt, að stæði fyrir framan kvæði mín: hugsi hann um sinn skáld- skap og skáldrit, hver sem svo eru, en blandi sér ei í mitt. Mér stendur í raun og veru á sama, ht'ort kvæðin koma nú eða ei, en komi þau, þá verði það, sem ég hefi sett fyrir framan, að fylgja með. Mér er leiðt að þurfa að fara í ritdeil- ur um svo lítið skitirí sem þetta, en vili ritstj. Heimdallar sýna mér hina sömu ónærgætni eða ósvífni sem þeir Sig. Jónass., Tryggvi og Björn Jónsson áður hafa reynt að beita við mig í Bókmennta- fél. og Andvara, þá verður ci hjá því komizt. Þeir um það, en leiðt skal mér þvkja, ef þér vilið einnig fylla þann fíokk!"1) Samningalipurð Hanr.esar, scm þegar kom í ljós í Ingólfi í Lærða skólanum, mun hafa koinið sér vel við útgáfu Heim- dallar, og til þessara erja á rætur að rekja gamankvæði hans, Við útgáfu „Heim- dalls": Nú, hvað er þetta, hvað er hitti1 Á hverju á að byrja? Hvað? Á enn að myrða mitt'? Nú, má ég ekki spyrja'? í fyrsta hefti Ideimdallar þýddi Hannes tvö kvæði eftir Holger Drachmann, Misericordia og Or flokknum „Venezia". í febrúarheftinu birti Hannes síÖan þrjú kvæði frumsamin, þeirra á meðal hinar alkunnu stökur Blessuð sólin clskar allt. í því birtist einnig upphaf greinar eftir 1) Nv kgl. saml. 3263, 4to, kps. II.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.