Andvari - 01.04.1962, Blaðsíða 41
ANDVARI
LÁTTU GAMMINN GEISA
39
Bertel um rússneska skáldið Ivan Túr-
genéff. Var boðað framhald í næsta blaði,
en það kom aldrei. í því sambandi má
geta þess, að Bertel mun fyrstur þeirra
Verðandimanna hafa kynnzt persónulega
aðalforvígismanni raunsæisstefnunnar á
Norðurlöndum, Georg Brandesi. Er í
Brandesarsafninu í Konunglegu bókhlöð-
unni varðveitt nafnspjald Bertels, og á
það hefur hann ritað orðsending til
Brandesar, þar sem hann biðst einmitt
leyfis að mega þýða eftir hann grein um
Túrgenéff. Þetta hefur gerzt í septem-
ber 1883, en nánari atvikum í þvi sam-
bandi hefur Einar H. Kvaran lýst í grein-
inni Georg Brandes og íslendingar í Isa-
fold 7. marz 1927. Fremst í þriðja tölu-
hlaði Heimdallar birtist síðan heilsíðu-
mynd af Brandesi, og þar ritar Hannes
grein um hann. Fékk Hannes í marz léð
í Fláskólabókasafninu rit eftir Brandes.
Hefur hann þá að líkindum haft grein
þessa í smíðum. I þetta sama tölublað
þýddi Hannes kafla úr Meginstraumum
Brandesar urn Alfred de Musset og
George Sand og söguna Karen eftir
norska skáldið Alexander Kielland. Að
því er Einar segir í grein sinni um
stúdentsár Hannesar, hófust persónuleg
kynni hans af Brandesi, er hann fékk
leyfi hans til að þýða þennan kafla úr
Meginstraumum. Segir Einar, að Bran-
des hafi orðið mjög hugfanginn af hon-
um, og þeir skrifuðust á eftir heimför
hans, einkurn á ísafjarðarárunum. Er síð-
asta varðveitta bréf Hannesar skrifað
1906. Þau hafa nú verið gefin út í hinu
stórmerka bréfasafni þeirra Brandesar-
bræðra.
Hannes birti síðan ekkert í Heimdalli
fyrr en í júní, að þar kom eftir hann
smásaga í gamansömum stíl, Brennivíns-
hatturinn. Þetta er gáskafengin saga og
sver sig mjög í ætt við ýmsar franskar
húmoreskur, senr þá var mjög tíðkað að
þýða í dönsk blöð, einkum Dagsavisen,
er ýmsir raunsæismenn stóðu að, áður
en Politiken var stofnuð. Þótt Hannes
hefði lítið eitt fengizt við smásagnagerð,
einkum gamansagna, er hann var í Lærða
skólanum, var þessi samt fyrst birt á
prenti. Réttu ári síðar birti hann í Austra
23. júní 1885 VII kafla úr „Landsins
gagn og nauðsynjar, nýrri sögu.“ Hún
er rituð í hinum sama gamansama tón.
Ekki er mér kunnugt, hvort annað er
varðveitt úr henni.
1 júlíhefti Heimdallar birti Hannes
fjögur kvæði frumsamin, þar á meðal
Sannleikurinn og kirkjan, og nú glymur
ádeilan:
Og svo er það enn fram á síðustu stund,
er sannleikann vilja menn finna
og grafast að æð lians í andans grund,
svo alheimur sjái þann dýrindis fund,
menn óp heyra ófrelsis-sinna:
„Kirkjan er byrjuð að brenna."
Þeir bannfæra þá, sem ei renna.
Hann þýðir þarna einnig tvö kvæði eftir
Ibsen og eitt eftir Heine. f sama tölu-
blaði birtir Einar söguna You are hum-
bug, Sir, ádeilu á kirkjukreddur og trúar-
hræsni, en léttvægt listaverk.
í ágústheftið þýddu þeir saman Hannes
og Einar Pestina í Bergamó eftir J. P.
Jacobsen. í það ritaði Hannes einnig
minningargrein um Gísla Guðmundsson
frá Bollastöðum, sem drekkti sér af
danskri ferju í júlímánuði Jretta ár. Gísli
var herbergisfélagi Hannesar á Garði og
fól honum í bréfi, sem hann skildi eftir
á ferjunni, að brenna ritverk sín, bók-
menntagreinir, dagbækur og lýsingar á
bekkjarbræðrum sínum, sem hann hafði
samið. Ólafur Davíðsson getur fráfalls
Gísla í dagbók sinni og segir:
„Merkilegastar voru lýsingarnar, enda