Andvari

Årgang

Andvari - 01.04.1962, Side 43

Andvari - 01.04.1962, Side 43
ANDVARI LÁTTU GAMMINN GEISA 41 fyrst, þegar forseti hafði lesið upp nöfn þeirra, sem vildu ganga inn í félagiÖ, bað Páll Briem um orðið og beiddi forseta að fresta inntöku þessara manna þangað til í fundarlok, með því að ýmsum nýj- um hefði veriS smalað á fundinn bara til þess aS greiða atkvæði við kosning- arnar; en ef forseti ekki vildi fresta inn- tökunni og breyta dagskrá, þá að minnsta kosti að bera það fyrst undir fundinn, bvort þessir nýju ekki skyldu missa at- kvæði sitt fyrir þennan fund. — Forseti vildi hvorugt gera, en vildi strax bera undir atkvæði, hvort þessir skyldu teknir inn í félagið; þá sagði Páll og hans vinir, að þeir neyddust til að neita þeim um inntöku að sinni og taka þá svo inn seinna eftir viku eða svo. - Ut af þessu spunnust miklar deilur og rifrildi og persónulegar skammir og hussað og hvæst frá báðum hliðum; Hannes og þeir voru á móti þessari uppástungu Páls, líklega af því þeir þóttust vissir um atkvæði sumra eða flestra af þeim nýju félags- mönnum. — Eftir langar deilur var þó loksins gengiS til atkvæða um inntök- una, og varS niðurstaSan sú, að þeim nýju var neitað um inntöku að sinni með 28 á móti 20; svo var enn þá rifizt lengi og vel, ,,minoritetið“ hótaði að senda félagið heim o. s. frv.; og rétt fvrir embættakosningarnar fóru Hannes og Jón Þork. og þeirra menn flestir af fundi. Eftir það varð rólegt á fundinum, og menn tóku til að kjósa."1) Að því er séð verður af fundargjörða- bók Hafnardeildarinnar, er þessi lýsing hin trúverðugasta, og þar segir enn frá þessum fundi: ,,Hannes Hafsteinn heimtaði, að bókað vrði: „að þeir menn, sem greiddu at- kvæði móti því, að mönnum væri neitað um inngöngu í félagið, greiddu ekki at- kvæði um stjórnarkosninguna og gengju af fundi."1) Enn var heimflutningsmálið mjög til umræðu á aðalfundi Hafnardeildarinnar 1886, og þar beitti Hannes sér gegn Finni Jónssyni og öðrum andstæðingum heim- flutnings, en lcnti aftur í minni hluta. Af VerSandimönnum virðist enginn hafa verið jafnfrjór á Hafnarárunum sem Hannes. Elann var síyrkjandi. Síðasta dag janúarmánaðar 1885 birti hann í blaði Gests, SuSra, kvæðið ViS Geysi, og verður hverinn, sem fellur máttlaus aftur í sömu holu, honum tákn um vesaldóm íslendinga. Hann orti Jró fleira en ádeilukvæði. 22. janúar þetta ár var prentað sér og sungið í fyrsta sinn hvatn- ingarljóð hans Þú álfu vtorrar yngsta land.2) Því kvæði hefur Hannes lítið breytt frá fyrstu prentun, cn mörgum æskuljóðum sínum breytti hann síðar nokkuð og nam stundum brott sárustu broddaua. Fleiri tækifæriskvæði orti hann um þessar mundir, sem prentuð voru sérstaklega, þar á meðal brúÖkaupskvæði á dönsku.3) Llm miðjan marz 1885 lézt systir hans Soffía Ágústa, sem hann unni mjög. Þá orti hann Svsturlát. Dýpri spurningar leita þar á cn i nokkru öðru æskukvæða hans: Þú alheimsins gáta, þú endalausa haf, öldur sé ég fæðast og hljótt í djúp þitt síga. Hvað er það, sem öldunum afl að lyftast gaf og aftur lét þær deyja og hnígaí Til hvers er þetta allt, þegar allt er svo valt? 1) Fundabók Hafnardeildar Hins íslenzka bók- menntafélags 1875—1911. 2) Prentað í Suðra 30. marz 1885. 3) Thora Schwenn og J. V. Havsteen, Den 12te Maj 1885. Auk þess orti hann annað brúðkaupsljóð, sem prentað var sér þetta sumar: Ólafur Guðmundsson og Margrét Olsen 28. ágúst 1885. 1) Ny kgl. saml. 3006, 4to, 11.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.