Andvari

Volume

Andvari - 01.04.1962, Page 44

Andvari - 01.04.1962, Page 44
42 SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON ANDVARI Þú endalausa gáta, þú eilífleikans haf, minn andi flögrar máttlaus um dimma vegu þína. SumariS 1885 dvaldist Hannes heima á íslandi og var þingskrifari. Matthías Jochumsson hafði skroppiS til Lundúna og Hafnar um voriS og varS samskipa þeim Ilannesi og Þorvaldi Thoroddsen heimleiSis og segir í ævisögu sinni: „hcf ég aldrei fariS meiri skemmtiferS milli landa."1) Um þessar mundir voru uppi nokkrar pólitískar hræringar. StuSnings- menn Benedikts Sveinssonar, einkum Þingeyingar, höfSu stofnaS ÞjóSliS ís- lendinga, og gengust þau samtök fvrir Þingvallafundi um stjórnarskrármáliS skömmu eftir heimkomu Hannesar. Til þeirrar samkomu orti Stcingrimur Thor- steinsson Oxar viS ána. Þessu baráttuljóSi þjóSernisvakningar sneri Hannes upp í biturt háS og skop. Má honum þá hafa þótt viS eiga kvæSi sitt í Heimdalli ári fyrr: Strikum yfir stóru orSin, standa viS þati minni reynum. Skjöllum ekki skrílsins vammir. Skiljum sjálfir, hvaS vér meinum. Fliprum ei, aS frelsi höfum fyrr en sjálfir hugsa þorum. Segjum tkki, aS vér hlaupum, er í sömu stöndum sporum. HugsiS eigi, aS þaS nægi aS á blaSi frelsi stafa. Háleit orS, sem heimskir flipra, hefna sín og verSa aS klafa. Raunsæismenn töldu þörf á flestu fremur en þjóðernisrembingi og róman- tísku orðagjálfri um forna frægð. Einnig kann það nokkru að hafa ráðið um af- stöðu Hannesar, að leitað liafði verið 1) Sögukaflar af sjálfum mér 1922, bls. 325. fyrir um tengsl með Þjóðliðinu og and- stæðingum hans meðal stúdenta í Iföfn. Finnur Jónsson og þeir, sem stóðu að Velvakanda og bræðrum hans, höfðu haft að því undirbúning sumarið 1884 að stofna pólitískt tímarit, sent um það boðs- bréf til Islands og látið safna þar áskrif- endum. Þorleifur Jónsson í Stóradal1) var meðal þeirra, er áskrifendum söfnuðu, og skrifaði Finni 12. nóv. 1884: „Það sé fjarri mér að ætla, að ekki ætti að reyna að gefa út pólitískt tímarit, af því að menn séu svo daufir. Deyfðin ætti einmitt að vera hvöt fyrir Velvak- anda til að koma því út. Ætla má og, að þeir af íverendum Velvakanda, sem heim eru komnir og setztir eru í embætti með mörgum þúsundum króna að launum, geti borið eitthvað af þeirri byrði, sem leiðir af útgáfu tímaritsins, og að þeir vilji gera það . . . Að því er mig snertir, þá hef ég ekki ráðizt í að stofna neitt félag eða deild af Velvakanda."2) Hann segir síðan, að meðal ungra hænda í Þingeyjarsýslu sé vöknuð póli- tísk hreyfing, þótt lágt fari, og hafi þeir hug á samvinnu við Velvakanda. Hafði Þorleifur beðið Árna Jónsson, síðar prest á Skútustöðum, að safna áskrifendum í Þingeyjarsýslu, og segir síðan um þessi samtök bænda þar: „Einn þessara bænda, mig minnir —- Jakob, sonur Jóns á Gautlöndum,3) skrif- aði á eftir Árna. Hafði hann fengið það hréf, er hann kom hér. í þessu bréfi biður hann Árna að tala við mig um þetta mál og biðja mig að styrkja það og gat þess 1) Ritstjóri Þjóðólfs 1886—91, síðar póst- meistari í Reykjavík. 2) Ny kgl. saml. utilg. 150, 4to, 6. 3) Hér hlýtur að gæta einhvers konar mis- hermis, e. t. v. er um að ræða Jakob Hálf- danarson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.