Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.04.1962, Qupperneq 45

Andvari - 01.04.1962, Qupperneq 45
ANDVAKI LÁTTII GAMMINN GEISA 43 um leið, að ef ég væri eitthvað riðinn við „tímaritið hans Finns“, skyldu þeir styrkja það af alefli . . . Vera kann, að þetta geti orðið verkfæri í hendi Velvak- anda."1) Tímarit þetta kom aldrei út, en þannig gat ágreiningur Hannesar við Velvakanda og bræður hans lagzt á eitt með alþjóða- hyggju realismans um það, að hann væri ekki um of hrifinn af slagorðum Þing- vallafundarins og hvatningu Steingríms. Um haustið hvarf hann aftur til Hafnar og hefur nú loks af alvöru látið til skarar skríða við laganámið í því skyni að ljúka prófi. Segir Stefán Stefánsson, síðar skólameistari, í bréti til Boga Th. Mel- steds 7. nóv. 1885: ,,. . . en nú er sagt, að þríeiningin, I íann. Steini og Bert. séu komnir i bind- indi ásamt draböntum sínum."2) Um hríð lagði nú Hannes skáldskapar- iðkanir á hilluna, og vorið eftir 19. júní 1886 lauk hann lögfræðiprófi með lágri annarri einkunn og hvarf heim til íslands. XIII Það beið enginn rósabeður ungra manna, sem hurfu heim frá háskólanámi í þann mund, er Hannes sté á land í Reykjavík, jafnvel þótt þeir hefðu lokið prófi. Árferði á íslandi var með örðug- asta rnóti. Sultur og kuldi dró úr kjark og lamaði fjör. Viðbrigðin voru mikil og umskiptin snögg frá glaðværum strætum borgarinnar við Sundið til tómthúsanna umhverfis Vík. Hannes kom heim þjóð- kunnugt skáld, en næstu ár heyrðist fátt ljóða frá honum. Þegar bók hans, Ymisleg ljóðmæli, kom út 1893, var mestur hluti hennar kvæði frá árunum fyrir heim- komuna. Nú beið hans brauðstritið grá- myglulegt og tilbreytingarsnautt. Um 1) Ny kgl. saml. utilg. 150, 4to, 6. 2) Ny kgl. saml. utilg. 141, 4to, skeið haustið 1886 var hann settur sj'slu- maður 1 Dalasýslu og sendi Matthíasi Jochumssyni ljóðabréf frá Staðarfelli: Hér á Stað und státnu Felli staulast ég nú langan dag, lífsins ræfil ríf úr svelli, raula á milli stundum brag, horfi á grjót á grýttum velli og gnauða heyri bárulag, og hreppsómaga hungurrelli, hræfuglagarg og sveitarjag. Líklega var íslenzkum mönnum aldrei Ijósari þörfin til umbóta en þá þeir kornu heim cftir langa útivist, áður en um- hverfið náði að marka þá geiri sínum. Hannes kvaddi sér að sönnu sjaldan Iiljóðs í ljóði næstu árin, en 14. janúar 1888 flutti hann i Reykjavík fyrirlestur, Llm ástand íslenzks skáldskapar nú á tímum. Var niðurlag hans prentað í Fjall- konunni 18. janúar. Þar dregur hann saman þær skoðanir, sem hann um skeið hafði helgað sér, og kemur fram sem boðberi nýrrar bókmenntastefnu. Flvergi í verkum sínum birtist Hannes sem jafn- eindreginn lærisveinn Georgs Brandesar og í þessum fyrirlestri. Hann taldi is- lenzkum skáldskap hafa farið hnignandi undanfarin tíu ár, og kvað Bókmennta- félagið meðal annarra eiga sök á því með fornaldardýrkun sinni og forn- fræðagrúski. Hann taldi skáldskapinn þá hafa staðið með mestum blóma, „sem sannarleg pólitísk hreyfíng er í þjóðinni." ,,En nú kveða skáldin tóma grafsöngva," segir hann. Hann telur orsökina þá, að þau standi öll nema Gestur Pálsson á grundvelli þjóðernisátrúnaðar og þjóðar- tilbeiðslu. Síðan gerir hann þá skýringu Brandesar að sinni, að slíkt hafi verið eðlileg viðbrögð gegn yfirgangi Napó- leons mikla og lítilsvirðingu hans á þjóð- legum verðnrætum í Evrópu eftir akla-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.