Andvari - 01.04.1962, Side 49
ANDVARI
LÁTTU GAMMINN GLISA
47
Hann gerir gys að þjóðernisbrambolti:
Vertu ekki að aka þér,
ættlands frjálsi blómi.
Bara’ ef lúsin íslenzk er,
er þér bitið sómi.
Það má nærri geta, hvort slíkt varð
t'insælt með þjóð, sem var að berjast til
sjálfstæðis. I Lofkvæði til heimskunnar
er sem bergmáli skilgreining Brandesar á
rómantísku stefnunni, afturhvarf frá
skynsemisstefnu og frjálslyndi síðasta
hluta 18. aldar:
í flestu, er menn yrkja,
þú yfirgnæfir feit og rík.
Þér lýtur land og kirkja
og lofsverð pólitík.
í fundarhöldum fossar þú,
í frelsisglamri blossar þú,
í hjörtunum þér hossar þú
sem hoppi páskasól.
í blaðadjásnin dumpar þú,
til dýpstu hluta slumpar þú,
og pattaraleg prumpar þú
á predikunarstól.
í æskulýðnum ískrar þú,
í öldungunum pískrar þú,
og kunnuglega hvískrar þú
í kibddu-reaktion.
Hannes mun hafa minnzt föður síns,
er hann kvað:
Ég fyrir mitt leyti játa það glaður,
að ég er niðurskurðarmaður.
Þar var þó ekki síður fólgin stefnu-
yfirlýsing. Það átti að skera burt mein
mannlegs samfélags. Þeim tilgangi áttu
bókmenntir að þjóna. Raunsæismenn
trúðu á sigur frjálsra rannsókna og vís-
inda og frjálsrar hugsunar og sannleiks
að lokum. Tákn þess verður Hannesi
fjalldrapinn, lægstur og ósjálegastur allra
trjáa:
Er hæfur í vendi að húðstríkja þá,
sem heilnæma typtingu þarfnast
að fá. — —
Þótt fannirnar kyngist þig álnarhátt yfir,
þú, ímynd hins beiska sannleika, lifir.
Þeir voru bjartsýnir raunsæismenn og
trúðu á batnandi heim.