Andvari - 01.04.1962, Page 59
ANDVARI
ÍSLAND Á KllOSSGÖTUM 1908
57
halda hópinn í lengstu lög, með því varð
staða okkar sterkari; en hefði hver haldið
fram sinni sérstöku skoðun í hverju smá-
atriði, hefði staða vor orðið veikari en
raun varð á. Það kom nú skjótt í ljós, að
ekki varð auðið að ná samkomulagi á þess-
um grundvelli. Nú vita það allir, að þess
eru ekki dæmi í samningum milli þjóða,
nema um yfirunna þjóð sé að ræða, að
annar aðilinn fái allt, en hinn segi já og
amen við öllu. Til þess að samkomulag
verði, verða báðir að láta undan í ein-
hverju“.
I millilandanefndinni voru fjórir úr
stjórnarflokknum, Heimastjórnarflokkn-
um, en þrír úr Þjóðræðisflokknum. Síðar-
nefndi flokkurinn hélt með sér þing-
mannafund 11. júlí 1907, og var þar
samþykkt eins konar erindisbréf fyrir
nefndarmennina úr þeim flokki.
Þar sem Þjóðræðisflokkurinn var and-
stöðuflokkur stjórnarinnar, má ætla, að
hann hafi gert sízt minni og raunar harð-
ari kröfur um stjórnarbætur en stjórnar-
flokkurinn.
Eins og áður er vikið að og alkunna er,
voru ætíð gerðar hinar ýtrustu kröfur á
þjóðmálafundum til þess að halda á lofti
takmarkinu og hrýna þá, sem stóðu í
hinni virku baráttu.
Tveir fulltrúar Þjóðræðisflokksins í
nefndinni, Jóhannes Jóhannesson og
Stefán Stefánsson, töldu, að framfylgt
hefði verið boðskap þingmannafundar
flokksins í öllum atriðum með aðild að
Uppkastinu, og er afstöðu þeirra rækilega
lýst í þingræðu, sem Jóhannes Jóhannes-
son hélt um leið og hann lýsti ályktun
nefnds fundar (Alþt. 1909). Þar segir
hann m. a.: „Aðalatriðið er þetta, að
valdið er vort og að meðferð málanna er
einnig „fyrir vora hönd“, eða í umboði
voru. . . . Ein af hættulegustu villikenn-
ingunum, sem andstæðingar frumvarps-
ins hafa barið inn í þjóðina, cr sú, að vald
sé sama og meðferð, og að vér því afsöl-
uðum frá oss og í hendur Dana fullveld-
inu í sameiginlegu málunum. Þetta er
jafnfjarstætt eins og að segja, að eignar-
réttur sé sama og umráðaréttur, og að
jarðareigandi, sem byggir jörð sína, hafi
afsalað sér eignarrétti að jörðinni í hendur
ábúanda. . . . Orðin „meðan um sernur"
eru því það eina í þessari klausu (fundar-
ályktunarinnar), er valdið getur ágrein-
ingi. Ilvað þýða þá þessi orð? Þau þýða
að sjálfsögðu það og ekkert annað en að
fela Dönum meðferð málanna þann tíma,
stuttan eða langan, ákveðinn eða óákveð-
inn, sem íslendingum og Dönum kemur
saman um, og ættu því alveg eins við,
þótt sú kcnning væri rétt, að Dönum væri
falin meðferðin „um aldur og ævi“, eins
og þó hún væri eigi falin þeim nema
2—3 ár.
En þessi kenning er ekki rétt. Orðin
„um aldur og ævi“ . . . standa hvergi í
frumvarpinu."
Þessi tilvitnaða setning úr fundarálykt-
uninni, „meðan um semur", virðist hafa
orðið fleygur á milli nefndra Þjóðræðis-
flokksfulltrúa og hins þriðja, Skúla Thor-
oddsens. Um það atriði heldur Jóhannes
Jóhannesson áfram á þessa leið: „Það er
eigi lítið varið í það fyrir mig að geta
skírskotað til þess, að Jón yfirdómari Jens-
son, sem var einn af 3, er orðaði umboð
vort, hefir opinberlega látið í ljósi, að
skilja beri orðin „meðan um semur“ eins
og þau eru skýrð hér.“
Skúli Thoroddsen gerði breytingartil-
lögur við Uppkastið í millilandanefnd-
inni, sem ekki fengust fram. Sést munur-
inn á samanburði Uppkastsins og Sjö-
manna tillögunnar hér að framan, en að
henni stóð Skúli Thoroddsen.
Um deiluatriði þeirra Þjóðræðismanna
farast Skúla Thoroddsen þannig orð (Alþt.
1909): „Orðin „meðan um semur“ geta
ekki þýtt neitt annað en það, að öll málin