Andvari

Volume

Andvari - 01.04.1962, Page 59

Andvari - 01.04.1962, Page 59
ANDVARI ÍSLAND Á KllOSSGÖTUM 1908 57 halda hópinn í lengstu lög, með því varð staða okkar sterkari; en hefði hver haldið fram sinni sérstöku skoðun í hverju smá- atriði, hefði staða vor orðið veikari en raun varð á. Það kom nú skjótt í ljós, að ekki varð auðið að ná samkomulagi á þess- um grundvelli. Nú vita það allir, að þess eru ekki dæmi í samningum milli þjóða, nema um yfirunna þjóð sé að ræða, að annar aðilinn fái allt, en hinn segi já og amen við öllu. Til þess að samkomulag verði, verða báðir að láta undan í ein- hverju“. I millilandanefndinni voru fjórir úr stjórnarflokknum, Heimastjórnarflokkn- um, en þrír úr Þjóðræðisflokknum. Síðar- nefndi flokkurinn hélt með sér þing- mannafund 11. júlí 1907, og var þar samþykkt eins konar erindisbréf fyrir nefndarmennina úr þeim flokki. Þar sem Þjóðræðisflokkurinn var and- stöðuflokkur stjórnarinnar, má ætla, að hann hafi gert sízt minni og raunar harð- ari kröfur um stjórnarbætur en stjórnar- flokkurinn. Eins og áður er vikið að og alkunna er, voru ætíð gerðar hinar ýtrustu kröfur á þjóðmálafundum til þess að halda á lofti takmarkinu og hrýna þá, sem stóðu í hinni virku baráttu. Tveir fulltrúar Þjóðræðisflokksins í nefndinni, Jóhannes Jóhannesson og Stefán Stefánsson, töldu, að framfylgt hefði verið boðskap þingmannafundar flokksins í öllum atriðum með aðild að Uppkastinu, og er afstöðu þeirra rækilega lýst í þingræðu, sem Jóhannes Jóhannes- son hélt um leið og hann lýsti ályktun nefnds fundar (Alþt. 1909). Þar segir hann m. a.: „Aðalatriðið er þetta, að valdið er vort og að meðferð málanna er einnig „fyrir vora hönd“, eða í umboði voru. . . . Ein af hættulegustu villikenn- ingunum, sem andstæðingar frumvarps- ins hafa barið inn í þjóðina, cr sú, að vald sé sama og meðferð, og að vér því afsöl- uðum frá oss og í hendur Dana fullveld- inu í sameiginlegu málunum. Þetta er jafnfjarstætt eins og að segja, að eignar- réttur sé sama og umráðaréttur, og að jarðareigandi, sem byggir jörð sína, hafi afsalað sér eignarrétti að jörðinni í hendur ábúanda. . . . Orðin „meðan um sernur" eru því það eina í þessari klausu (fundar- ályktunarinnar), er valdið getur ágrein- ingi. Ilvað þýða þá þessi orð? Þau þýða að sjálfsögðu það og ekkert annað en að fela Dönum meðferð málanna þann tíma, stuttan eða langan, ákveðinn eða óákveð- inn, sem íslendingum og Dönum kemur saman um, og ættu því alveg eins við, þótt sú kcnning væri rétt, að Dönum væri falin meðferðin „um aldur og ævi“, eins og þó hún væri eigi falin þeim nema 2—3 ár. En þessi kenning er ekki rétt. Orðin „um aldur og ævi“ . . . standa hvergi í frumvarpinu." Þessi tilvitnaða setning úr fundarálykt- uninni, „meðan um semur", virðist hafa orðið fleygur á milli nefndra Þjóðræðis- flokksfulltrúa og hins þriðja, Skúla Thor- oddsens. Um það atriði heldur Jóhannes Jóhannesson áfram á þessa leið: „Það er eigi lítið varið í það fyrir mig að geta skírskotað til þess, að Jón yfirdómari Jens- son, sem var einn af 3, er orðaði umboð vort, hefir opinberlega látið í ljósi, að skilja beri orðin „meðan um semur“ eins og þau eru skýrð hér.“ Skúli Thoroddsen gerði breytingartil- lögur við Uppkastið í millilandanefnd- inni, sem ekki fengust fram. Sést munur- inn á samanburði Uppkastsins og Sjö- manna tillögunnar hér að framan, en að henni stóð Skúli Thoroddsen. Um deiluatriði þeirra Þjóðræðismanna farast Skúla Thoroddsen þannig orð (Alþt. 1909): „Orðin „meðan um semur“ geta ekki þýtt neitt annað en það, að öll málin
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.