Andvari

Årgang

Andvari - 01.04.1962, Side 62

Andvari - 01.04.1962, Side 62
60 ÁSGEIR ÞORSTEINSSON ANDVARI við þar, sem sambandsríkin hafa hvort sinn þjóðhöfðingjann. . . . „Statsforbin- delse“ er víðtækara orð og innibindur það, sem hér er átt við, realunion, en alls ekki til rýrðar sett.“ Um ,,fullveldi“ eða „souverænitet" farast honum svo orð: „Ef fsland hefur ckki „fullveldi" eftir öðrum ákvæðum frumvarpsins, þá nær það því ekki, þó að þessu orði sé troðið inn. . . . Svo framar- lega sem fullveldi fslands skerðist við málasambandið um hermál og utanríkis- mál, eins og frá því er gengið í frum- varpi sambandslaganefndarinxiar, þá hlýt- ur fullveldi Danmerkur að skerðast að sama skapi við samning þcnnan. Eins og ísland felur Danmörku mál þessi Dönum til meðferðar án uppsegjanleika, cins skuldbinda Danir sig til þess að bafa þessi mál á hcndi og standast fyrir oss kostnað af þeim án uppsegjanleika. . . . Þeir væru bundnir þangað til sambandslögunum væri breytt. En til þess þyrfti íslands samþykki. . . . Hvorugt landið glatar þjóðarfullveldi sínu, þótt þau leggi á sig þær takmarkanir, sem samningur þessi hefur í för með sér, og láti ríkjasambandið (Statsforbindclsen) framkvæma í einu full- veldi beggja landanna í vissum greinum. . . . Gerðardómsákvæðið tekur auk þess af allan vafa um fullveldið.“ Skúli Thoroddsen, framsögumaður Uppkastsandstæðinga, segir í umræðun- um á einum stað: „Eftir frumvarpi meiri hluta sambandslaganefndarinnar eiga tvö mál að vera óuppsegjanleg, hermál og utanríkismál, og það hafa blöð sjálfstæðis- manna að sjálfsögðu bent á sem „inn- limun" í dönsku ríkisheildina, jafnframt því er bent hefur verið svo ýtarlega og þráfaldlega af mér og öðrum á ýmsan réttarmissi, sem af samþykkt frumvarps- ins myndi leiða." Á öðrum stað segir Skúli Thoroddsen: „Vér sjálfstæðismenn vildum eigi loka neinum sundum (með samþykkt LIpp- kastsins), en hamra á og bíða betri tíma, í því örugga trausti, að ekki væri til einskis beðið, heldur hlytum vér íslendingar að ná fullum réttindum vorum, er stundir liðu." Þá skal vitnað í þingræðu Lárusar H. Bjarnasonar, úr Heimastjórnarflokknum (Alþt. 1909): „En samt sem áður verður því ekki ncitað, að mikið af efni Stöðulaganna og sumt af því, sem oss er verst við, er í raun og veru runnið héðan, og það frá Jóni heitnum Sigurðssyni sjálfum . . . Það er ekki nema ein leið út úr ógöngunum, sama leiðin og millilandanefndin fór, samningsleiðin. Ég gat þess áðan, að Danir álíta löggjafarvald ríkisins þess um- komið að fella úr gildi eða breyta Stöðu- lögunum, og kippa þannig fótunum undan þeirri sérmálasjálfstjórn, er vér nú höfum, cn verði frumvarpið (Uppkastið) samþykkt, verður ekki einum staf breytt í sambandslögunum án vors samþykkis." I meðferð Llppkastsins á alþingi 1909 kernur það í ljós, að hinar tvær fylkingar alþingismanna, sem eigast við, skiptast í þá, sem vilja að svo komnu alls ckki semja um ágreiningsmálin við Dani, og cru þeir í miklum meiri hluta, og svo hina, sem standa að Uppkastinu og vilja á þann hátt hreinsa loftið með samningum, sem byggjast á því, að ísland sé frjálst og sjálfstætt ríki. Um uppgjör milli þessara skoðana er ekki að ræða nú, frekar en þá, enda var hér eins og fyrri daginn ekki um skoðana- mun gagnvart hinu cndanlega takmarki að ræða, heldur um tvær leiðir að mark- inu. Hannes Hafstein var, eins og fyrr segir, forustumaður íslenzku nefndarmannanna, enda varaformaður nefndarinnar allrar. Llm störf hans farast hinum fyrrverandi andstæðingum svo orð:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.