Andvari - 01.04.1962, Qupperneq 63
ANDVARI
ÍSLAND Á KROSSGÖTUM 1908
61
Jóhannes Jóhannesson (Alþt. 1909):
„Og það er svo langt frá því, að ég telji
framkomu hins hæstv. ráðherra í sam-
bandsmálinu vítaverða, að það er sann-
færing mín, að hann eigi skilið heiður
og þökk allra góðra íslendinga fyrir hana,
og að þetta verði viðurkennt, er stundir
líða fram og hitinn, sem nú cr í mönn-
um, rokinn út . . . En í sambandslaga-
nefndinni varð það oss öllum Islending-
um bert, að ráðherrann hafði aldrei gefið
Dönum minnstu átyllu til að ætla, að vér
mundum sætta oss við minni umbætur
cn þær, sem andstæðingaflokkur hans
hafði krafizt, er hann fór lengst í kröfum
sinum, og fyrir þeim kröfum beittist
hann með þeim gáfum, mælsku og lip-
urð, sem jafnvel andstæðingar hans játa,
að hann hafi til að bera.“
Stefán Stefánsson (Alþt. 1909): „Ráð-
herrann hefur barizt fyrir sjálfstæðismáli
þjóðarinnar betur en nokkur annar, síðan
Jón Sigurðsson leið, og hann hefur barizt
fyrir þessu máli (sambandsmálinu) vegna
þess, að hann er sannfærður um, að það
sé rnesta velferðarmál íslenzku þjóðar-
innar.“
Kunnugt er, að það tímabil, sem fór í
hönd eftir fall Uppkastsins 1909, var
fremur lágkúrulegt í stjórnmálabarátt-
unni.
Þá kvað aðeins að tveimur málum,
ríkisráðsmálinu, um að íslenzk mál skyldu
ckki lengur borm upp fyrir konungi í
ríkisráði Danmerkur, og fánamálinu.
Báðum þessum málum var kirfilega
haldið í viðjum af Danakonungi í skjóli
Stöðulaganna, svo að engin hót fékkst á
málunum, fyrr en með Sambandslögun-
um 1918.
Hið fyrra atriði, ríkisráðsákvæðið, leyst-
ist á einkennilegan hátt 1915, þegar kon-
ungur leyfði, að það yrði fellt úr lögum,
en úrskurðaði jafnframt, að sérmálin
skyldu eftir sem áður borin upp fyrir sér
í ríkisráðinu.
Slík togstreita um uppburð sérmála
hcfði fallið af sjálfu sér niður með sam-
þykkt Uppkastsins frá 1908, þegar ísland
var orðið sjálfstætt ríki og því með eigið
ríkisráð fyrir sérmálin.
Síðara atriðið, kaupfáninn út á við,
fékkst ekki fram fyrr en með Sambands-
lögunum; vér fengum að vísu sérfána inn
á við 1915, en um fullkominn kaupfána
var oss jafnan synjað, síðast haustið 1917,
cins og nánar verður rakið hér á eftir.
Þó hafði ísland á þessum árum eign-
azt þjóðarstolt, sem var eimskipið Gull-
foss (1914), sem hélt uppi Ameríkusigl-
ingum á stríðsárunum 1914 til 1918, þegar
verzlunarsambandið við Evrópu lokaðist,
—■ en ætíð undir dönskum kaupfána.
Þótt kaupfáninn væri sameiginlegt mál
samkvæmt Uppkastinu, voru þó líkur
til þcss, að sambandsfáni með auðkenni
fyrir ísland, eða jafnvel sérstakur fáni,
hefði verið gerður og samþykktur til út-
hafsnota, þegar allt verzlunarsamband við
Danmörku rofnaði í stríðinu. Ekkert var
því til fyrirstöðu að fara fram á slíka breyt-
ingu, samkvæmt 3. gr. Uppkastsins, og
viðhorfið 1914 gerbreytt frá því 1909, er
ísland átti ekkert kaupskip til úthafssigl-
inga.
Hinn 22. nóv. 1917 synjaði konungur-
inn, Kristján 10., að samþykkja sérfánann
íslenzka frá 1915 sem kaupfána út á við.
Var cnn borið við, að sérfáni út á við sanr-
rýmdist ekki óbreyttu réttarsambandi
landanna. Þess háttar rök konungs gegn
fánanum hefðu ekki heldur komið til
greina, ef Uppkastið hefði orðið að lög-
um, því þá var orðið gerbreytt réttarsam-
band milli landanna og hjálenduástand
Islands úr sögunni.
Það er því, að þessum tveimur atriðum
athuguðum, fjarstæða að halda því fram
í alvöru, að íslandi hafi reynzt það mikil