Andvari - 01.04.1962, Síða 65
ANDVARI
ÍSLAND Á KROSSGÖTUM 1908
63
afturtæk, né heldur missir hún gildi sitt,
þó að aftur rísi deila um samband land-
anna, eða ágreiningur verði um einstök
atriði í skiptum þeirra. Fullveldisviður-
kenningin er veitt eitt skipti fyrir öll, og
fullveldið stendur, þó að sambandslögin
hverfi úr sögunni. . . . Rammar skorður
eru reistar við hvatvíslegum sáttmálsslit-
um, og eru þær skorður mestmegnis settar
að tilhlutan dönsku samningamannanna."
(BIs. 29).
Skyldleiki Sambandslaganna og LIpp-
kastsins leynir sér ekki í þessu efni sem
fleiru, enda sveif yfir vötnunum 1918 hin
siðferðilega viðurkenning á frelsi og sjálf-
stæði íslands, sem Danir veittu í raun-
inni 1908, þó ekki yrði hún löghelguð þá.
Uppkastið hefst á einhliða yfirlýsingu,
sem er grundvöllur undir samningi, og í
þeim samningi eru sett skilyrði, sem eru
í senn hlunnindi og kvaðir fyrir báða,
en af fúsum vilja sett.
Þcssi eftirtektarverðu ummæli Einars
Arnórssonar um sjálfstæðis- eða fullveldis-
viðurkenningu eins ríkis gagnvart öðru
gefa yfirlýsingu Uppkastsins aukið gildi
og staðfesta að hún hafi verið óafturtæk.
Það var því áhættulaust fyrir Island,
eftir samþykkt Uppkastsins, að sannprófa
til hins ýtrasta réttarstöðu sína, þótt það
hefði í för með sér samningsslit af hálfu
Dana. Þeir gátu ekki með því rýrt gildi
yfirlýsingarinnar, að ísland væri viður-
kennt af þeim frjálst og sjálfstætt land
eða ríki.
Og enginn vafi er á því, að í hcims-
styrjöldinni 1914—1918 gafst íslandi slíkt
tækifæri, án þess að Danir hefðu getað
rönd við reist.
Llm gildi Llppkastsins fyrir Island í
slíku tilviki var Hamres Idafstein því
sannspár, er hann sagði: „Við vinnum,
og það á marga lund. Vinnum þar á
meðal alveg vafalaust betri aðstöðu í
framtíðinni, ef að því skyldi koma, að
landið þarfnaðist og þvldi enn frekari sér-
stöðu, en missum einskis í“.
Efnismunur Uppkastsins og Sambands-
laganna er í rauninni fólginn í því, að
þegar Uppkastið var samið 1908, kom
íslenzku samningamönnunum ekki skiln-
aður í hug, síður en svo, og féllust sex
þeirra því á skilyrði, sem tryggðu Dönum
konungssambandið. Þetta gerðist með
samtengslum utanríkis- og hermála við
konungssambandið sem „óuppsegjan-
legra“ mála.
Það sannaðist síðan við samningsgerð-
ina 1918, að Hannes Hafstein hafði rétt
fyrir sér, er hann fullyrti í þingræðunni
1909, að Island hefði fcngið óskir sínar
og kröfur uppfylltar með Uppkastinu
„eftir því sem ýtrast var unnt, ef kon-
ungssambandið skyldi haldast“.
1918 fallast Danir á, að utanríkismálin
losni úr tengslum við konungssambandið,
en þeir eru líka jafnframt sannfærðir um
það, að samningsslit 1943 valdi skilnaði,
þótt „fræðilega" sé konungssambandið
laust við samninginn.
Það er því ekki vafi á því, að íslenzku
samningamennirnir 1908 komust eins
langt og nokkur tök voru á, og eftir at-
vikum jafnlangt og hinir 1918. En í
hverju var þá hættan fyrir ísland fólgin
1908, ef hún var noklcur?
Því var lýst í vantrauststillögunni á
Hannes Ilafstein ráðherra 1909:
„Að ráðhcrra hefði lagt allt kapp á að
koma fram „frumvarpi til laga um ríkis-
réttarsamhand Danmerkur og íslands" og
í því skyni haldið fundi víða um land til
að fá þjóðina til að aðhyllast frumvarp,
sem mikill meiri hluti hennar telur lög-
festa ísland í danska ríkinu".
Þessi lögfesting í danska ríkinu, eða
„innlimun", eins og það var þá kallað í
daglegu tali Uppkastsandstæðinga, staf-
aði af dómi á hinum tveimur „óuppsegjan-
legu“ málum, utanríkis- og hermálunum.