Andvari

Årgang

Andvari - 01.04.1962, Side 73

Andvari - 01.04.1962, Side 73
GUÐMUNDUR BÖÐVARSSON: GRÆNAR HJÓLBÖRUR líg heyrði í útvarpinu að hann Runólfur minn gamli væri dauður. Yfir tuttugu ár hefur hann því átt heima í Reykjavík, á Vesturgötunni, númer 30 eða 40 og eitthvað, það skiptir ekki máli úr þessu, því nú veit enginn lengur hvar hann á heima. I litt er víst, að hann fyrirfinnst ekki framar á Vesturgötunni, — bezt gæti ég trúað að hann væri kominn áleiðis austur, farinn að ganga pínulítið aftur, svona í kyrrþev og án þess að gera vart við sig, bara sér til upplyftingar eftir langa burtveru, hann var nefnilega að austan. Og ef hann hefur haft sig upp í það að vitja gamalla stöðva, þá vertu viss að hann liefur haft meðferðis grænar lijólbörur. — Eg get því og nærri að hann hefur lagt upp að morgni, í rauðabítið. Hann hefur áreiðanlega farið gamla veginn austur yfir fjallið og grænu hjólbörunum hefur hann ýmist ýtt á undan sér eða dregið á eftir sér, eftir því sem honum hefir þótt bezt henta. Mér er sem ég sjái hana þama á ferð austur yfir fjall, sálina hans Rúnka, þar sem hún ekur grænu hjólbörusálinni á undan sér í sólskininu. Hún fer sér hægt því nógur er tíminn. Hún kinkar kolli til gamalla áningarstaða og styggir ekki fuglana í mónum, því ekki skaltu ímynda þér að það heyrist ískur í hjólásnum, nei, þá er eitthvað umbreytt ef hann er ekki vel smurður í feiti svo hjólið renni létt og hnökralaust, enda engin ástæða til að íþyngja sér eða börunum með hlassi. Hvað skulu honum föggur úr því sem komið er? Ég hafði ekki lengi haldið til á loftinu, yfir íbúðinni hans Rúnka gainla, þarna á Vesturgötunni, þegar ég komst að því að hann var gamall bóndi að austan. Hann hafði sem sé selt jarðarkornið sitt, keypt hús í bænum og flutt þangað, eftir að hafa búið búi sínu í nærri þrjátíu ár. Og hér bjó hann með dóttur sinni Rögnu, stúlku milli tvítugs og þrítugs og konu sinni, sem oftast var við rúmið. Konan. Hún var nokkmm árum eldri en bóndinn Runólfur og þjáðist af gigt, eða svo var það í það minnsta þetta vor sem ég hélt til á loftinu. Ég kynntist þessari gömlu konu alls ekki neitt, ég sá hana auk heldur aldrei. En ég hevrði stundum til hennar. Hún virtist vcra hávær og vanstillt í skapi. Mér heyrðist
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.