Andvari

Årgang

Andvari - 01.04.1962, Side 86

Andvari - 01.04.1962, Side 86
84 JON ÞORARINSSON ANDVARI og var um tíma hljóðfæralcikari í hljórn- sveit kjörfurstans í Bonn, þar sem Beet- hoven starfaði einnig. Eftir það hafði hann dvalizt í Hamborg, París og Vín, en settist loks að í París fyrir fullt og allt. Hann naut talsverðrar frægðar fyrir óperur sínar, en einkum var hann mikils- virtur kennari. Meðal annarra nemenda hans voru Bcrlioz, Gounod og César Franck. Ferdinando Paér þótti hlcndinn í skapgerð, en óperur hans áttu margar hverjar miklum vinsældum að fagna, þótt ekki hafi þær orðið að sama skapi lang- lifar á fjölunum. Hann var ítalskur að ætterni, en hafði dvalizt langdvölum í Vín, orðið þar fyrir tónlistaráhrifum I laydns, Mozarts og Glucks og verið inál- vinur Beethovens. Eftir fárra ára dvöl í Dresden fylgdi hann Napóleon til Var- sjár og síðan til Parísar og settist þar að í skjóli hans. Af þvi, sem hér hefir verið sagt um kennara Eiszts, má ráða, að vel hefir vcrið vandað til uppeldis hans. Á þeim aldri, þegar hörn í löndum mótmælenda ganga til fermingar, var Franz orðinn sannur heimsborgari í list sinni. Idöfuð- markmið Adams Liszts var að gera hljóð- færasnilling úr syni sínum, og munu fjárhagssjónarmið hafa ráðið miklu um það. En hann gerði sér þess grein, að slík þjálfun mundi reynast haldlítil til lengdar, nema hún styddist við víðtæka þekkingu á tónlist yfirleitt og hvíldi á hreiðum grundvelli almennrar mennt- unar. 1 París eins og í Vín varð Liszt mikill aufúsugestur í samkvæmissölum hefðarfólksins. Þangað söfnuðust skáld og listamenn, sem voru fjölmennir í París um þessar mundir eins og löngum síðan. Kynnin við þá höfðu sitt mennta- gildi, og áhrif sumra þeirra á Liszts urðu djúp og varanleg. En líf umferðasnillingsins lét honurn ekki. Hann hafði allt frá fyrstu bernsku verið mjög trúhneigður, las löngum ritn- inguna og sökkti sér niður í önnur trúar- rit. Á þessum fyrstu frægðarárum sínum í París grátbað hann föður sinn um leyfi til að snúa baki við allri dýrðinni og ganga í prestaskóla. „Ég vonaði," sagði hann síðar, „að mér mætti vcitast að lifa dýrlingslífi og ef til vill þola píslarvættis- dauða.“ En Adam Liszt var fastur fyrir: „Við höfum nægar sannanir fyrir því,“ sagði hann, „að tónlistin en ekki trúin er hin sanna köllun þín. Elskaðu guð af öllu hjarta, vertu sannur og góður maður, og þá muntu öðlast þá æðstu fullkomnun í listinni, sem hinn almátt- ugi hefir kjörið þig til.“ Nokkuð munu þessi átök hafa fengið á þá feðga báða. Þeim var ráðlagt að leita til Boulogne sér til heilsubótar, og þar lézt Adam Liszt 28. ágúst 1827. Franz var á mjög viðkvæmum aldri, þegar hann missti föður sinn, og auk þess djúpt sokkinn í hcilabrot um trúmál og viðhorf sitt allt til lífs og listar. Þrátt fyrir þær miklu vinsældir og aðdáun, sem hann varð aðnjótandi, virðist hann hafa verið mjög einmana. Löngu síðar gerði hann grein fyrir listviðhorfi sínu um þessar mundir með svofelldum orð- um: „Þegar dauðinn hafði rænt mig föður mínum og mér fór að skiljast, hvað listin gæti verið og hvað hún ætti að vera, lá við að ég léti yfirbugast af þcim óviðráðanlegu erfiðleikum, sem þyrptust að mér og lokuðu þeirn leiðum, er álit- legastar sýndust. Og þegar ég varð engrar samúðar var frá neinurn mér andlega skyldum, hvorki í hópi hinna sjálfglöðu fyrirmanna né heldur — og þaðan af síður —■ meðal listamannanna, sem móktu í þægilegu kæruleysi, þekktu ekk- ert til þeirra takmarka, sem ég stefndi að, og vissu ekkert um þá hæfileika, sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.