Andvari

Volume

Andvari - 01.04.1962, Page 87

Andvari - 01.04.1962, Page 87
ANDVARI FRANZ LISZT 85 mér fannst cg vera gæddur, þá fylltist ég biturri andúð á listinni, eins og hún kom mér fyrir sjónir: dregin niður í svaðið, unz hún var orðin að misjafnlega gróða- vænlegu handverki, hrennimerkt sem skemmtiefni heldra fólksins. Mér fannst ég vilja taka inér fyrir hendur livað annað sem væri, heldur en vera tónlistarmaður á mála hjá höfðingjunum, verða að þola af þeim auðmýkingu og þiggja af þeim laun eins og sjónhverfingamaður eða sýningardýr." Hann æfði sig á slaghörpuna allt að 10 stundum daglega, kenndi dálítið og las þess á rnilli. Meðal neme.nda hans var 16 ára gömul stúlka, Caroline de Saint- Cricq, dóttir eins af ráðherrum Karls X. Þau felldu hugi saman, en þegar ráð- hcrrann komst á snoðir um, hvað var á seyði, var Liszt rekinn út úr húsinu og Carobne gift í snatri ríkum aðalsmanni. Þetta var fyrsta ástarsorg Liszts, og tók hann þessi atvik öll svo nærri sér, að hann veiktist alvarlega og var lengi að ná sér. Llann dró sig í hlé frá umheim- inum, og í nærri tvö ár lifði hann algeru einsetumannslífi, niðursokkinn í trúar- hugleiðingar og lét sig ekkert annað neinu skipta. En Caroline varð honum minnis- stæð til hins síðasta. París varð aðalmiðstöð rómantísku hreyfingarinnar á fyrra hluta 19. aldar. Þar sátu rithöfundarnir Victor Hugo, Alfred de Musset, George Sand, Balzac, Heine, Lamartine, Théophile Gautier, Alexandre Dumas og Alfred de Vigny, svo að fáir einir af hinum frægustu séu nefndir. Meðal málaranna voru Delacroix, Vernet, Courbet, Delaroche og Daumier. Af tónlistarmönnum má nefna Berlioz, Chopin, Paganini, Meyerbeer, Halévy, Auber og Liszt. Gerjunin í menningar- lífinu var mikil, þótt Liszt léti strauma þess fram hjá sér fara í bili. Á stjórnmálasviðinu var heldur ekki kyrrt, og það var skothríð júlí-byltingar- innar 1830, sem loks vakti Liszt af dval- anum. Samúð hans var með uppreisnar- mönnunum, og honum kom í hug að semja „byltingar-sinfóníu“, sem átti að túlka „hetjuhug, einlæga trú og frelsis- þrá.“ Sinfóníunni varð aldrei lokið, en snillingurinn var risinn úr dáinu og steypti sér nú út í listalífið, sem ólgaði umhverfis hann. Hann kynntist Berlioz, Chopin og Paganini og hreifst af þeim. Rúmlega tvítugur hafði Liszt unnið sér það orð, að hann væri mesti píanóleikari sinnar tíðar. Samtímalýsingar á þeim áhrifum, sem hann hafði á áheyrendur sína, eru margar hverjar svo „hástemmd- ar“, að þeim verður naumast trúað bók- staflega. Það var hversdagslegt, að konur liðu í ómegin af brifningu á tónleikum hans, en raunar mun það mega teljast hafa verið tízka á þeim tímum að láta sterk geðhrif í ljós á þann hátt. Því verður ekki neitað, að Liszt laut stundum næsta lágt í leit sinni að áhrifa- meðölum. Áliti hans á trúðshlutverki hljóðfærasnillingsins hefir áður verið lýst. Ef til vill hefir honum sýnzt hæfa að spara ekki töfrabrögðin, úr því hann var dæmdur til þess að leika hlutverk trúðsins. Berlioz segir frá því, að hann hafi eitt sinn í vinahóp heyrt Liszt spila fyrsta þáttinn í ,,Tunglskins-sónötu“ Beethovens í þeim stíl, sem hann notaði oft til að „tryggja sér undirtektir fína fólksins." Lýsir Berlioz því með hryllingi, að hann hafi afskræmt verkið og mis- þyrmt hugmynd tónskáldsins með alls- kyns flúri, sem hann hafi aukið inn í bæði laglínu og undirleik. En öðru sinni heyrði Berlioz hann leika þennan sama sónötuþátt og á þá ekki nógu sterk orð til að lýsa hrifningu sinni: „Eftir andar- taksþögn hljómaði hið tigna harmljóð,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.