Andvari - 01.04.1962, Page 90
88
JÓN ÞÓRARINSSON
ANDVAHI
Þýzkalandi. En næstn mánuði var hann
ráðinn til tónleikahalds í Rússlandi, og
þeim skyldum varð hann að ljúka, áður
en hann gæti setzt að í Wcimar. Meðal
annars lá leið hans til Kiev, og dvölin
þar varð örlagarík, því að þar kynntist
hann hinni síðari af þeim tveimur kon-
um, sem örlagaríkastar urðu í lífi hans.
Það var Karolyne prinsessa af Sayn-
Wittgenstein.
Hún var 28 ára gömul, fædd í Rúss-
landi af pólsku foreldri og hafði erft
gríðarmiklar eignir í nánd við Kiev. Er
sagt, að jarðir hennar hafi verið setnar af
ekki færri en um 30 þúsundum ánauðugs
bændafólks. Seytján ára göniul hafði hún
verið gift Nikulási prinsi af Sayn-
Wittgenstein, rússneskum riddaraliðsfor-
ingja af þýzkum ættum, og áttu þau
eina dóttur barna. Prinsinn var einnig
auðugur að fé, en þótti h'tið gefinn.
Prinsessan var hinsvegar talin gáfuð en
ekki sérlega fríð sýnum. Hjónaband þeirra
hafði snemma farið út um þúfur, og
settist þá prinsessan að á eignum sínum
í Kiev og gaf sig að bókmenntum og
heimspeki. Kunningsskapur þeirra Liszts
varð brátt mjög náinn, og dvaldist Liszt
hjá prinsessunni næstu mánuði, milli
tónleikaferða. Llndir áramótin var þeim
skuldbindingum lokið, og um leið sagði
hann að fullu og öllu skilið við það líf,
sem hann hafði lifað síðustu árin. Eftir
þetta hélt hann aldrei tónleika til ágóða
fyrir sjálfan sig, heldur aðeins í góð-
gerðaskyni eða til styrktar einhverjum
þeim málefnum, sem hann vildi leggja
lið.
I ársbyrjun 1848 settist Liszt að í
Weimar, og nokkru síðar kom prinsessan
þangað á eftir honum með dóttur sína.
Henni hafði ekkí tekizt að fá skilnað frá
manni sínum, eins og ætlunin var, og
ekki heldur náð nerna litlu af eignum
sínum. Strandaði þetta á andstöðu Rússa-
keisara og fór í svo hart, að hún neitaði
að hlýða skipun keisarans um að snúa
aftur til Rússlands. Lauk svo, að hún
var gerð landræk úr Rússlandi og eignir
hennar upptækar. En þau Liszt létu þctta
ekki á sig fá. Fluttist hann brátt á heim-
ili hennar, og bjuggu þau nú saman í
Weimar til ársins 1860.
Þessi ár í Weimar eru hin merkustu í
lífi Liszts, og er ekki að efa, að prinsessan
átti drjúgan þátt í að svo varð. Allt frá
fyrstu kynnum þeirra mun hún hafa haft
mjög víðtæk áhrif á allt lífsviðhorf Liszts
og ráðið miklu um þá stefnu, sem hann
tók um þessar mundir. Það var stórt spor,
sem hann steig, þegar hann nú, á há-
tindi frægðar sinnar, snýr af þeirri braut,
þar sem stórsigrarnir höfðu beðið hans
við hvert fótmál og auður og velsæld
máttu teljast vís. Nú sneri hann sér að
tónsmíðum með mciri áhuga og alvöru
cn nokkru sinni fyrr, og frá þessum árum
í Wcimar eru mörg mestu tónverk hans,
þar á meðal sinfóníurnar, sem kenndar
cru við Dante og Faust, flest hinna 12
„sinfónísku ljóða“, orgel- og píanóvcrk.
Til þessara starfa naut hann stöðugrar
hvatningar prinsessunnar, fylgikonu
sinnar. En höfuðáhugamál hans var þó
að gera Weimar aftur að listasetri eins
og verið hafði á dögum Goethes og
Schillers. Tónlistin sat að sjálfsögðu í
fyrirrúmi, og sýndi Liszt mikið víðsýni
og frjálslyndi í stuðningi sínum við hina
nýju tónlist síns tíma. Mikill fjöldi ungra
tónlistarmanna, einkum píanóleikara,
safnaðist um Liszt í Weirnar hvaðanæva
að. Kenndi hann þeim ókeypis og ön'aði
þá til dáða á margan hátt. Margir þeirra
urðu síðan boðberar listar hans og leik-
tækni um víða veröld. Það mun og vera
ýkjulaust, að flest tónskáld 19. aldar, sem
mest kveður að, hafi átt Liszt nokkuð
að þakka. Berlioz, Schumann, Chopin
og Wagner, svo að nefnd séu aðeins