Andvari

Árgangur

Andvari - 01.04.1962, Síða 101

Andvari - 01.04.1962, Síða 101
ANDVARI UM HHLJARSLÓÐARORUSTU 99 blaðsins Þjóðólfs, enda má sjá á bréfum Gröndals, að hann hefur fengið það blað sent til Kevelaer. Þess vegna er fjárkláð- inn svo mikið atriði í Heljarslóðarorustu, því að um þessar mundir var hvert blað Þjóðólfs fullt af fjárkláðatali. Fremur fer Gröndal háðulega með Þjóðólf og má sjá, bvers vegna hann gerir það. I bréfi til Jóns Guðmundssonar ritstjóra Þjóðólfs 1866 segir bann: „ég man ein- ungis að ég reiddist út af Þjóðólfi hérna um árið, þegar hann sagði, að ég væri að yrkja kaþólska sálma fyrir Djúnka, því það var lygi,“ (bréf bls. 9), en þessi grein um Djúnka og Gröndal kom einmitt í Þjóðólfi 1858, ári áður en sagan er skrifuð. Gröndal hefur því þótzt eiga sín í að hefna, þótt hann tali vel um Þjóðólf í 'Dægradvöl og væri vinur Jóns Guð- mundssonar. Einhverja tilhneigingu hefur hann haft til að erta Magnús Grímsson, því að hann lætur Marmier geta þess í ræðu, m. a. mcrkilegra hluta, að hann og Hall- dór Friðriksson hafi lagzt báðir á eitt að sjóða saman eitt lítið stafrófskver; ,,má af því marka, að þeir hefðu hjálpazt að til meiri afreksverka, ef örlögin hefðu svo viljað." En í bréfi til Eiríks Magnússonar 1858, segir hann í miðju kafi, þar sem hann er að lýsa lífinu í Kelevaer, raunar alveg í Fleljarslóðarorustu stíl: „Magnús Grímsson er hér aldrei nefndur, en allt fólk grætur yfir honum klukkan sjö á morgnana." Öfeigi í Fjalli, gildum hónda sunn- lenzkum, hefur Gröndal reist herfilegan minnisvarða. Þegar Napoleon er að klæða sig, fer hann í duggarapeysu utan yfir silkiskyrtuna. „Þá peysu hafði Þjóð- ólfur tekið af Ófeigi í Fjalli dauðurn upp í borgun fyrir hrossalýsingu". Þarna sneiðir Gröndal að því, að Ófeigur þótti sínkur maður. En hann hefur verið Grön- dal sérstaklega hugstæður þessa daga. í bréfi, sem hann skrifaði Sigríði Sæmund- sen, konu Eiríks Magnússonar, um það bil mánuði áður en hann skrifaði Heljar- slóðarorustu, hreytir hann þessu út úr sér um Ófeig: „Hvaða fígúru mundi Ófeigur í Fjalli hafa gert, ef hann hefði fengið þá idé, að vandra út? Ætli þeir hefðu grafið hann með orgelsöng og glymjandi ræðustúf eftir síra Ólaf? Nei, þá mundi enginn Ólafur hafa tónað melódiska ræðu; þá mundi cnginn Þjóð- ólfur hafa gargað neina bestíalítet yfir Ófcigi í Fjalli''. Þegar Gröndal skrifar þctta hefur hann verið nýbúinn að lesa frásögnina af dauða og úthafningu Öfeigs í Þjóðólfi (29. maí 1858). Annar íslenzkur stórbóndi kemur við söguna, Kristján í Stóradal. Hann gefur Marmier hrút og staf. Kristján er sennilega í sögunni vegna þess að hann varð frægur í sambandi við fjárkláðamálið, eins og sjá má í Þjóðólfi 1858 og 1859, og í Þjóðólfi stendur einnig, að Kristján hafi eitt haustið gefið fátæklingum 40 lömb, og gæti það verið ástæðan til að Gröndal lætur hann gefa Marmier hrútinn. Enginn Islendingur fær aðra eins út- reið og Hjörleifur, sem sagður er hafa nafn séra Hjörleifs á Undirfelli. Af öðr- um íslendingum sem nefndir eru, má minnast á Þorleif Repp, en hans getur Gröndal vegna þess, að í Þjóðólfi er lýs- ing á útför hans, sem honum hefur þótt spaugileg. Þá er Gissur gullrass, sem lát- inn er kveða tvær vísur. Hann var sveitar- ómagi austur í Hreppum og er nefndur í Sögunni af Þuríði formanni og Kamh- ránsmönnum. Viðurnefni sitt fékk hann af því, að hann lét gera sér mussu úr gömlum sýslumannsfrakka og lentu þá tveir gylltir hnappar á rassinum. í Heljarslóðarorustu koma fram ýmsir útlendingar auk þeirra, sem beinlínis koma við orustunni við Solferino. Skal þá fyrst frægan telja, Djunkowsky. Llm
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.