Andvari - 01.04.1962, Page 102
100
KRISTJÁN ELDJÁliN
ANDVAIU
Djúnka og kú hans sþinnur Gröndal upp
heilan kafla, bersýnilega aðeins til að
koma honum að, því að tilkoma hans er
alveg óþörf fyrir gang sögunnar. Eðli-
legt var, að minning Djúnka væri rík í
huga Gröndals, þar sem það var fyrir
hans atbeina, að hann var þar sem hann
var. En tilfinningar Gröndals í garð
Djúnka hafa verið blandnar, sem sjá má
á þessari klausu í bréfi til Jóns Guð-
mundssonar 1886: „Ég hef nú tekið
Revanche á Djúnka fyrir öll hans stráka-
pör, n.l. með kapítulanum í Heljarslóðar-
orustunni." Og feginn hefur hann orðið
að losna frá Djúnka, eins og þessi vísa
hans bendir til:
Llr Djúnka greipum genginn
glaður fer lífsins veg,
þaðan komst áður enginn
óskemmdur nema ég.
En í Dægradvöl segir Gröndal þó, að
hann hafi ekki ástæðu til annars en vera
Djúnka þakklátur, því að hann hafi verið
sér góður. Og út úr öllu, sem Gröndal
skrifar um Djúnka, skín það, hve inni-
lega gaman hann hefur haft af þessum
guðhfædda drykkjurút.
Aðra menn nefnir Gröndal til sögunnar
af því að þeir koma Islandi eitthvað við.
Svo er um Gaimard, sem var hér á ferða-
lagi 1836. Með honum var m. a. Xavier
Marmier, sem er allmikil persóna í I Ieljar-
slóðarorustu og sagður vita allt, sent ger-
ist á Norðurlöndum. En sú var orsök
þess, að Marmier h'afði skrifað mikið um
Norðurlcind og eftir Islandsferðina kom
út eftir hann Islandssaga: Ilistorie de
l’Islande, og ísl. bókmenntasaga, Litera-
ture islandaise. Marntier var hinn merk-
asti maður.
Enginn er eins háðulega leikinn í
Eleljarslóðarorustu og Edmond, einn af
mönnum Napoleons. Hann „hafði ritið
bók nokkura um norðrlönd, segja menn
að það sé sú vitlausasta bók er ritin
hefur verið á þessari öld af öllum
þeim bókum er sannleikann vilja segja."
Þegar keisarinn biður Edmond að vekja
liðið „þá reis Edmond upp, og hafði
bókina í fanginu og snart menn með
bókinni; en menn stukku upp með
andfælum, sem von var, því hókin var
ill“. En sú er saga til þessa, að sum-
arið 1856 hafði prins Jerome Bonaparte,
sem áður er nefndur, farið rannsóknar-
leiðangur til Skotlands og Islands. Með
honum var maður sem hét Charles Ed-
mond, og ritaði sá bók um förina, Voyage
dans les mers du Nord, gefin út 1857.
Ekki kvað sú bók vera sérstaklega ill, þó
að hún gefi ekki glæsilega mynd af ís-
lenzkri menningu, en Gröndal hefur
verið viðkvæmur fyrir þessu, enda nýbú-
inn að lesa bókina, þegar hann gerði
söguna. Þar við bætist, að hann var
gramur prinsinum. Gröndal var í Reykja-
vík þegar franski leiðangurinn kom
þangað, og orti þá kvæði um prinsinn á
íslenzku og latínu, og var það seinna
sett undir gler í París, segir Gröndal í
Dægradvöl, en bætir svo við: „prinsinn
særndi mig engu fyrir, en gaf ómerkileg-
um strákum og körlum stórgjafir" (bls.
217—18).
Dufferin lávarður, merkur enskur
stjórnmálamaður, er oft nefndur í Heljar-
slóðarorustu. Hafði hann farið til íslands
og Spitzbergen sama sumar og Napoleon
og Edmond voru hér, og skrifað ágæta
bók um þá lör, Letters from High
Latitudes, enda hendir Gröndal ekki
gaman að honum. Tvö frönsk skáld
eru nefnd í sögunni, Páll Músett (Paul
de Musset) og Lamartine, vafalaust af
því, að Gröndal hefur lesið og metið
ljóð þeirra. I sögunni gefur Marmier
Lamartine hrútinn frá Kristjáni í Stóra-
dal, en Lamartine selur gyðingi hrút-