Andvari - 01.04.1962, Qupperneq 106
104
KRISTJÁN RLDJÁRN
ANDVARI
um ný efni. Það var þegar hann gerði
kvæðið Af guðdóms krafti áður var,
árið 1858. Hafa ýmis gamanskáld fært
sér þetta í nyt síðan, eins og bezt sést
ef blaðað er í Speglinum. En í óbundnu
máli þess blaÖs eru líka mikil áhrif frá
Gröndal. Frá honum getur það vel veriÖ
komið að nota alls konar útlend orð inn
í háíslenzkar setningar í skopskyni.
Gröndal var mjög naskur á þetta, og má
minnast þess er hann lætur Jósep Austur-
ríkiskeisara segja, að hann vilji ekki slá
soldáninn í Miklagarði um sinn síðasta
eyri, svo að hann yrði eigi með öllu
knekkaður, rúineraður og demóralisér-
aður. Og cin frægasta Spegilsgrein sein-
ustu ára er greinilega innblásin af Heljar-
slóðarorustu. Það er Orustan á Bola-
völlum eftir ónafngreindan höfund. Á
milli þessara verka eru auÖsjáanleg rit-
tengsl. Sögupersónurnar eru raunar ekki
konungafólk, en hátt upp í það, íslenzkir
stjórnmálamenn. Til gamans skal ég
nefna nokkur líkingaratriði milli Orust-
unnar á Bolavöllum og Heljarslóðaror-
ustu. Almennar orðalíkingar eru t. d. að
Jón Boli „kallaðisk eiga landið og hafði
tckið í skuld“, en í I Ieljarslóðarorustu
segir, að Austurríkiskeisari „kallaðisk
eiga landið", þ. e. Langbarðaland. Sig-
urður gleríauga „hann var akólútus að
vígslu“, og alveg nákvæmlega sama er
um Edmond i Heljarslóðarorustu. Þá
drepur Kobbi kerlingarefni Kaupa-EIéðin
með því að vefja sig utan um hann og
mola livert bein í skrokk hans alveg eins
og Dúmas drepur bjargþursann í Heljar-
slóðarorustu.
Loks er það atriði, að Magnús sálar-
háski ætlar að færa Pál postula í höfuðiÖ
á Fylja-Gísla, þó að Surtur sauðvitri verði
fyrir laginu. Á sama hátt drepur Alex-
ander Dumas Eldjárn greifa með Greif-
anum af Monte Christo. En munurinn
á þessum tveimur verkum er þó mikill,
einkum á stílnum. Orustan á Bolavöllum
er öll í stíl hinna klassisku sagna og er
farið með hann af sérfræðingslegu ör-
yggi, þar sem Gröndals stíll er fráleitur
og ósamræmur.
Plér læt ég staðar numið. Við íslend-
ingar höfum átt marga húmorista, hvað
sem hver segir, suma tvísæja og gagnrýna,
aðra létta og leikandi. En í lausbeizluÖ-
um fáránleik hefur íslenzk fyndni hvergi
náð sér eins vcl niðri og í I Icljarslóðar-
orustu Gröndals.