Andvari - 01.04.1962, Page 110
108
TRYGGVI J. OLESON
ANDVAIU
ölcliim. Engu aS síður má í jafn stórkost-
legu riti og Historie universelle des Ex-
'plorations, sem út kom í Frakklandi árið
1955, lesa þessa sömu vitleysu um beinin,
að þau beri vott um kynblöndun, bein-
sjúkdóma, talsverðan barnadauða, óbyrju-
skap hjá konunum o. s. frv. Og loks má
vitna í fyrirlestraflokk, sem prófessor
Gwyn Jones flutti nýlega i brezka ríkis-
útvarpið, en þar farast honum svo orð
um endalok grænlenzku nýlendunnar:
„Ytarleg rannsókn á gröfunum og bein-
unum sýnir, að landnemunum bafði
lmignað svo mjög að líkamsbyggingu, að
kynstofninn hlaut að liða undir lok. Nær-
ingarskortur og sjúkdómar liöfðu riÖið
þeim að fullu. Fjöldi manna liafði verið
jarðsunginn í einu og margir lagðir í
eina gröf, sennilega fólk, sem plágan
ihafði grandað. Grafirnar höfðu verið
teknar grynnri og grynnri, eftir því sem
klakinn bækkaði í jörð. Fáir Grænlend-
ingar á fimmtándu öld urðu svo gamlir,
að þeir næðu byrjun miðs aldurs. Þeir
voru lágvaxnir og væskilslegir. Og því
má ekki gleyma, að þetta voru menn og
konur af hinum hávaxna, þrekmikla nor-
ræna kynstofni. Sjúkir, kaldir, hálfdauðir
af hungri og gjörsamlega gleymdir um-
heiminum dóu þeir hver af öðrum, unz
hvorki lifði eftir maður né mús.“ Um
leið og ég segi skiliÖ við þessa þjóÖsögu,
vildi ég mega minna lesandann á það, að
þessar víðfaÖma alhæfingar eru að miklu
ef ekki öllu levti byggðar á vitnisburÖi
leifa af beinagrindum úr seytján ein-
staklingum, sem grafnir voru í þeim hluta
kirkjugarÖsins, er ætlaður var ólánssöm-
ustu meÖlimum þjóðfélagsins. Og meðan
á slíkum skýringum gengur, hefir alla
tíð, eða að minnsta kosti frá því á átjándu
öld, legið hendi nær hin rétta skýring á
því, hvers vegna íslenzk tunga og íslenzk
menning dóu út á Grænlandi — sem sé
kynblöndun íslendinga á Grænlandi og
forfeðra þeirra Eskimóa, er nú byggja
Grænland.
Lengi mætti telja kcnningar í þcssum
eða svipuðum dúr, en hér langar mig
einkum að vekja athygli á þrennum eða
fernum ummælum um vissa þætti í sögu
norrænna manna í Vesturheimi. Sumt af
þessu eru uppvakningar gamalla skoðana;
annað er nýtt af nálinni.
Fyrst er tiltölulega ný þjóðsaga og, að
mínum dómi, ágætt dæmi um þaÖ,
hvernig þessar þjóðsögur þróast. Til þess-
arar sögu er fyrstur nefndur munkur
einn enskur, Nikulás frá Lynn, er uppi
var á fjórtándu öld. Ilans er getið, en
þó aldrei með nafni, í bréfum Gerharts
Mcrcators og Johns Dees og í ritum
Hakluyts á sextándu öld. Og það má
vcl vera, að hann hafi ritað bók, cr nefnd
var Inventio fortunata, þar sem hann
lýsir heimskautalöndunum. Sú bók cr nú
glötuö.
I heimildum okkar er getiÖ um leið-
angur, sem Artur Bretakonungur á að
hafa fariÖ til norðlægra landa, og um
prest einn, afkomanda manna Arturs kon-
ungs, er var við hirð Noregskonungs árið
1364. Þar skýrði prestur þessi svo frá, að
árið 1360 hefði enskur munkur, grábróðir
og stærðfræðingur í Oxford, komið til
þessara norðlægu héraða og eyja. Síðan
hefði hann með töfralistum haldið áfram
ferð sinni og lýst öllum þeim stöðum, er
hann sá, og mælt hnattbreidd þeirra með
stjarntaka sínum. Enn er það skráð, að
þessi munkur frá Oxford, sem var góður
stjörnufræðingur, hafi farið í fylgd með
öðrum til norÖlægustu eyja veraldar, en
þar hafi hann skilið við samferðamenn
sína, haldið áfram ferðinni einn, og síðan
lýst öllum hinum norðlægu eyjum og
höfunum, er þar streyma inn. Skýrslu
um þessa ferð hafi hann gert Englands-