Andvari - 01.04.1962, Side 111
ANDVARI
DJÓÐSÖGUR Á ÞJÓÐSÖGUR ORAN
109
konungi í bók er nefndist Inventio for-
tunata. Þetta hafi þó ekki að fullu svalað
landkönnunarþorsta hans, og hafi hann
því farið fimm ferðir enn frá Englandi
í norðurveg og heim aftur.
A grundvelli þessara brengluðu og
fáránlegu frásagna nýtur nú Nikulás frá
Lynn sívaxandi frægðar sem frumherji í
landkönnun á norðurvegum. Hjalmar
Holand, scm manna mest hefir haldið
fram sanngildi Kensingtonsteinsins, álít-
ur að Nikulás hafi ekki einungis tekið
þátt í leiðangri þeim, sem Holand telur,
að farinn hafi verið til Grænlands árið
1355 og þaðan til Minnesóta árið 1362,
heldur hafi hann verið stjörnufræðing-
ur og siglingafræðingur leiðangursins.
1 loland álítur, að þegar leiðangurinn kom
til Grænlands árið 1355, hafi Nikulás
siglt norður á bóginn við áttunda mann
til að rannsaka heimskautalöndin, og hafi
hann þá fundið segulskautið. I bráð-
skemmtilegri hók um Grænland og nor-
rænar rústir þar, sem út kom árið 1959,
hefir Helge Ingstad hafið Nikulás til
foringjatignar fyrir enskum heimskauta-
leiðangri á fjórtándu öld. Hvorki Holand
né Ingstad minnast á hinar ferðirnar
fimm, sem Nikulás á að hafa farið til
heimskautalandanna.
Hvað er nú hið sanna í þessu efni?
Það er lítill vafi á því, að bók Nikulásar,
Inventio fortunata, hefir lýst heimskauta-
löndum Norður-Ameríku. En það er líka
lítill vafi á því, að Nikulás hefir sjálfur
aldrei komið til Grænlands né til heim-
skautalanda Ameríku. Hann ferðaðist að-
eins með töfralistum sínum — það er að
segja, hann fékk fróðleik sinn af annarri
hendi frá Grænlandsbúum, sem fóru
veiði- og kaupferðir út um öll heimskauta-
lönd Kanada, og af fyrstu hendi frá prest-
inum ívari Bárðarsyni, sem stýrði Garða-
biskupsdæmi í ein tuttugu ár, á tímabil-
inu 1340—1360. Það er vitað, að Ivar
sneri aftur til Noregs upp úr 1360 og
skrifaði sjálfur Grænlandslýsingu. Skyn-
samlegasta ályktunin er sú, að Nikulás
hafi ferðazt til heimskautalandanna með
töfralistum sínum og séð undur þeirra
með augum ívars Bárðarsonar og skráð
þau síðan í bók sína Inventio fortunata
— en af þeirri bók má vera að Kólumhus
hafi síðar citthvað lært.
Lítum nú á annað vandamál, aðra
þjóðsögu — landafundi Ira í Vestur-
heimi. Um þetta efni hefir allmikið verið
skrifað, en þó mest af sérvitringum, og
mundi ég ekki fara um það mörgum orð-
um, ef ekki vildi svo til, að einn fremsti
sagnfræðingur og skjalavörður Kanada,
Gustav Langtot, hefir nýlega birt grein,
þar sem hann reynir að sýna fram á það,
með íslendingasögur að heimild, að írar
hafi orðið fyrstir til að uppgötva Ameríku.
Nú mundi ég verða síðastur manna til
að rengja það, að hinn heilagi Brendan
hafi snemma á sjöundu öld haft landsýn
af Grænlandi og ef til vill öðrum lönd-
um í Vesturheimi, enda þótt ég telji
sennilegra, að sögnin um siglingu hans
sé bergmál af sögum þeim, er norrænir
menn sögðu síðar af Islandi og Græn-
landi. En írar þeir, er Gustav Langtot
telur að fundið hafi Ameríku og setzt þar
að, eru ekki hinn heilagi Brendan og
félagar hans, heldur írskir munkar, prestar
og einsetumenn, sem í leit sinni að ein-
veru og einangrun höfðu komizt til Is-
lands á áttundu öld og Norðmenn hittu
þar fyrir, er þeir fundu landið um 860—
870. Okkur er svo frá sagt, að þegar Norð-
menn tóku að nema landið, hafi hinir
írsku munkar flúið fyrir hinum heiðnu
landnámsmönnum. En hvert flýðu þeir?
Því er haldið fram, að þeir hafi farið til
Vesturheims. Einu rökin, sem í þá átt
hníga, er að finna á þeim stöðum í ís-