Andvari

Årgang

Andvari - 01.04.1962, Side 111

Andvari - 01.04.1962, Side 111
ANDVARI DJÓÐSÖGUR Á ÞJÓÐSÖGUR ORAN 109 konungi í bók er nefndist Inventio for- tunata. Þetta hafi þó ekki að fullu svalað landkönnunarþorsta hans, og hafi hann því farið fimm ferðir enn frá Englandi í norðurveg og heim aftur. A grundvelli þessara brengluðu og fáránlegu frásagna nýtur nú Nikulás frá Lynn sívaxandi frægðar sem frumherji í landkönnun á norðurvegum. Hjalmar Holand, scm manna mest hefir haldið fram sanngildi Kensingtonsteinsins, álít- ur að Nikulás hafi ekki einungis tekið þátt í leiðangri þeim, sem Holand telur, að farinn hafi verið til Grænlands árið 1355 og þaðan til Minnesóta árið 1362, heldur hafi hann verið stjörnufræðing- ur og siglingafræðingur leiðangursins. 1 loland álítur, að þegar leiðangurinn kom til Grænlands árið 1355, hafi Nikulás siglt norður á bóginn við áttunda mann til að rannsaka heimskautalöndin, og hafi hann þá fundið segulskautið. I bráð- skemmtilegri hók um Grænland og nor- rænar rústir þar, sem út kom árið 1959, hefir Helge Ingstad hafið Nikulás til foringjatignar fyrir enskum heimskauta- leiðangri á fjórtándu öld. Hvorki Holand né Ingstad minnast á hinar ferðirnar fimm, sem Nikulás á að hafa farið til heimskautalandanna. Hvað er nú hið sanna í þessu efni? Það er lítill vafi á því, að bók Nikulásar, Inventio fortunata, hefir lýst heimskauta- löndum Norður-Ameríku. En það er líka lítill vafi á því, að Nikulás hefir sjálfur aldrei komið til Grænlands né til heim- skautalanda Ameríku. Hann ferðaðist að- eins með töfralistum sínum — það er að segja, hann fékk fróðleik sinn af annarri hendi frá Grænlandsbúum, sem fóru veiði- og kaupferðir út um öll heimskauta- lönd Kanada, og af fyrstu hendi frá prest- inum ívari Bárðarsyni, sem stýrði Garða- biskupsdæmi í ein tuttugu ár, á tímabil- inu 1340—1360. Það er vitað, að Ivar sneri aftur til Noregs upp úr 1360 og skrifaði sjálfur Grænlandslýsingu. Skyn- samlegasta ályktunin er sú, að Nikulás hafi ferðazt til heimskautalandanna með töfralistum sínum og séð undur þeirra með augum ívars Bárðarsonar og skráð þau síðan í bók sína Inventio fortunata — en af þeirri bók má vera að Kólumhus hafi síðar citthvað lært. Lítum nú á annað vandamál, aðra þjóðsögu — landafundi Ira í Vestur- heimi. Um þetta efni hefir allmikið verið skrifað, en þó mest af sérvitringum, og mundi ég ekki fara um það mörgum orð- um, ef ekki vildi svo til, að einn fremsti sagnfræðingur og skjalavörður Kanada, Gustav Langtot, hefir nýlega birt grein, þar sem hann reynir að sýna fram á það, með íslendingasögur að heimild, að írar hafi orðið fyrstir til að uppgötva Ameríku. Nú mundi ég verða síðastur manna til að rengja það, að hinn heilagi Brendan hafi snemma á sjöundu öld haft landsýn af Grænlandi og ef til vill öðrum lönd- um í Vesturheimi, enda þótt ég telji sennilegra, að sögnin um siglingu hans sé bergmál af sögum þeim, er norrænir menn sögðu síðar af Islandi og Græn- landi. En írar þeir, er Gustav Langtot telur að fundið hafi Ameríku og setzt þar að, eru ekki hinn heilagi Brendan og félagar hans, heldur írskir munkar, prestar og einsetumenn, sem í leit sinni að ein- veru og einangrun höfðu komizt til Is- lands á áttundu öld og Norðmenn hittu þar fyrir, er þeir fundu landið um 860— 870. Okkur er svo frá sagt, að þegar Norð- menn tóku að nema landið, hafi hinir írsku munkar flúið fyrir hinum heiðnu landnámsmönnum. En hvert flýðu þeir? Því er haldið fram, að þeir hafi farið til Vesturheims. Einu rökin, sem í þá átt hníga, er að finna á þeim stöðum í ís-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.