Andvari

Volume

Andvari - 01.04.1962, Page 113

Andvari - 01.04.1962, Page 113
ANDVARI ÞJÓÐSÖGUR Á ÞJÓÐSÖGUR OFAN 111 um Kanada og Bandaríkjanna. Þannig heldur leitin áfram, og Vínlandi skýtur upp í æ fleiri stöðum. Það kæmi mér ckki á óvart, þótt einhver héldi því fram, að Vínland hafi verið á Kyrrahafsströnd Ameríku. Að lokum langar mig að drepa á ein- hverja alfáránlegustu þjóðsögu af þessu tagi, þjóðsöguna um sjóferðir Niccolos og Antonios Zeno. Þessir tveir Feneyingar eiga að hafa verið í siglingum á Norður- Atlantshafi í lok fjórtándu aldar, og frá- sögn af landkönnunum þeirra var gefin út í Feneyjum árið 1558, ásamt korti af norðurhöfum (en það kort leiddi síðan margan sæfarann afvega). Enda þótt full- sannað sé, að bæði frásögnin og kortið eru sextándu aldar samsuða, og enda þótt í frásögninni megi finna aðrar eins fjar- stæður og það, að verið hafi miðstöðvar- hitað grámunkaklaustur á austurströnd Grænlands á fjórtándu öld, þá eru þeir enn til, sem trúa þessum tilbúningi eins og nýju neti. Náskyld þessari þjóðsögu, og ámóta líf- seig, er önnur, sem telur að Orkneyja- jarlinn Idenry Sinclair, sem lézt um 1404, sé þjóðhöfðingi sá, sem getið er um í frásögn Zeno-bræðra og nefnist þar Zichmni. I rauninni er hvergi snefill af heimild fyrir því, að Sinclair hafi nokk- urn tíma siglt um þvert Atlantshaf eða haft annanhvorn Zeno-bræðra í þjónustu sinni. Vafalaust halda þjóðsögur, skröksögur og annar tilbúningur af þcssu tagi áfram að skapast. Landafundir norrænna manna í Vesturheimi virðast bæði töfra og trylla ekki einungis glópa heldur oft jafnvel ágætustu fræðimenn. Þetta kann að stafa af því, að heimildirnar eru svo slitróttar, að þær bjóða heim hverskyns heilabrot- um. En hér kemur líka annað til. Sagan, sem heimildirnar geyma, er svo heillandi, svo tálfróðleg, svo dularfull, að hán ldýt- ur að gefa jafnvel jarðbundnasta ímynd- unarafli byr undir vængi. Af þessum sökum hafa menn iðulega elt villuljós, en vanrækt grundvallarrannsóknir. Saga Vesturheims fyrir daga Kólum- busar býr yfir svo mörgum leyndardóm- um, að ekki fer hjá því, að hún veki sporvísina, sem með flestum okkar býr. Eg man vel, hvernig það kveikti í mér, að heyra um Kensingtonsteininn í fyrsta sinn. í nokkur ár trúði ég því — eða vildi trúa — að áletrunin hefði sanngildi, að Norðurlandabúar hefðu verið á ferð langt inni á meginlandi Norður-Ameríku löngu áður en Kólumbus lagði upp í sína alda- hvarfaferð. Ég gat lengi vel ekki fengið sjálfan mig til að kannast við það, að steinninn og allt, sem honum fylgdi, væri ekki annað en sniðugt gabb. Eins er með Nikulás frá Lynn. Það er gaman að liugsa sér það, að grámunkur hafi orðið öldum fyrri til en hinir ótrauðu norður- farar nítjándu aldar. En að sjálfsögðu verður maður að lokum að meðganga það, að þessar sögur ná engri átt. Og er ekki líka sannleikurinn ennþá ævintýralegri? Sannleikurinn, sem er sá, að Islendingarnir, er námu land á Græn- landi á síðustu árum tíundu aldar, fóru um þveran og endilangan eyjaklasann í Norður-Kanada til að leggja gildrur sínar fyrir hvítabirni — konungsgersimar, sem hver var gullvæg. Þeir ræktuðu æðarvörp sín að heita má í skugga heimskautsins. Þeir cru þjóðin, sem í goðsögum Eskimóa heitir Tunnit, en af þeim sögum má sjá, að þeir urðu heimamenn í heimskauta- löndum Kanada mcð jafnhægu móti og hinir svonefndu coureur de bois síðar á öldum. Ekki er það síður heillandi að reyna að gera sér í hugarlund, hvernig frumbyggjar Norður-Ameríku, sem Is- lendingar nefndu Skrælingja, blönduðust
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.