Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1952, Side 12

Andvari - 01.01.1952, Side 12
8 Steingrímur Steinþórsson ANDVARI jafnan víðfrægt fyrir hve smekklegt og fagurt það var, hvort sem var sendiherraheimili þeirra í Kaupmannahöfn eða forseta- heimilið á Bessastöðum. Meðfædd gestrisni þeirra beggja og ljúf- mennska gerði að verkum, að öllum þótti gott að koma á heimili þeirra og undu sér þar vel. Frú Georgia, sem ung að árum gekk Sveini Bjömssyni á hönd, hefur alltaf uppfyllt með ágæturn hið vandasama húsfreyjusæti á hinu tigna heimili þeirra hjóna. Frú Georgia, sem var útlend kona, gekk íslandi svo heilhuga á hönd og offraði þessu nýja föðurlandi sínu svo algjörlega starfs- kröftum sínum, að hún með löngu ævistarfi hefur skráð nafn sitt á þann hátt á spjöld sögu vorrar, að hennar mun ávallt verða minnzt sem einnar af beztu dætmm hinnar íslenzku þjóðar. Ef vér viljum gera oss sem bezta grein fyrir ævistörfum Sveins Björnssonar, forseta íslands, áhrifum hans á samtíð sína og hvað það sé, er oss nú að enduðu ævistarfi hans, ber sérstaklega að þakka, en sem jafnframt megi benda ungu fólki á til eftir- breytni, þá tel ég eðlilegast að hverfa aftur til áranna 1910 til 1911. Sveinn Bjömsson er þá þrítugur að aldri og hefur urn nokk- ur ár gegnt sjálfstæðu starfi í Reykjavík. Faðir hans er þá æðsti innlendi valdsmaður þjóðarinnar. Hæpið mun þó að álíta, að það hafi á nokkurn hátt greitt götu Sveins til áhrifa og manna- forráða. Á þeim ámm var afarheitt í stjómmálum og mörg störf Björns Jónssonar í ráðherratíð hans vom gagnrýnd harðlega. Hvað sem réttmæti þeirrar gagnrýni líður, þá er þó margt, er meiri Ijóma varpar á Björn Jónsson, þann merka mann, en ráð- herradómur hans. Sveinn er á þessum tímamótum fullþroska maður, glæsilegur og hugþekkur öllum, er af honum höfðu kynni, með góða menntun og alhliða hæfileika, í senn framsækinn, en þó varfærinn. Ungir menn margir treystu honum og vildu gjarn- an hlíta leiðsögn lians. Varð þess skjótt vart, að framsæknum mönnum var Ijúft að skipa sér undir merki hans og fylgja hon- um við framgang ýmissa þjóðnytjamála þá.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.