Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1952, Page 13

Andvari - 01.01.1952, Page 13
ANDVARI Sveinn Bjömsson 9 Ef vér viljum leitast við að draga upp sem greinilegasta mynd af hinum mildu og margbrotnu ævistörfum Sveins Bjömssonar, þá mun auðveldast til yfirlits að gera það eftir tímabilum í þrennu lagi. Fyrsta tímabilið Jiefst, er Sveinn fer að hafa veruleg afskipti af opinberum málum, um 1910, og nær til 1920. Annað tímabil tekur til þeirra ára, er hann gegnir sendiherrastörfum erlendis, eða frá 1920 til 1940. Loks er svo þriðja tímabilið, eftir að hann kemur heim á styrjaldarámnum og gerist æðsti valdsmaður hinn- ar íslenzku þjóðar og heldur því starfi til æviloka. Hér á eftir mun ég fara nokkmm orðum um hvert þessara tímabila á ævi- skeiði forsetans fyrir sig. Árið 1912 var Sveinn Bjömsson, þá yfirréttarmálaflutnings- maður, kosinn í bæjarstjóm Reykjavíkur. Flokkur sá, er studdi hann til framboðs og kjörs í bæjarstjómina, varð í minnihluta. Notuðu andstæðingar Sveins meirihlutaaðstöðu sína í bæjarstjóm til þess að útiloka hann frá því að eiga sæti í nokkurri nefnd. Ekki mun það þó hafa tekizt til lengdar að halda utandyra frá raunhæfum störfum hinum unga, glæsilega hæfileikamanni, enda ekki heppilegt fyrir höfuðstaðinn að ætla að bægja frá störfum í þágu bæjarfélagsins jafn vel gefnum og samvinnuþýðum manni °g Sveinn ávallt var. Árið 1918 er Sveinn Bjömsson kosinn forseti bæjarstjórnarinnar og gegnir hann því starfi þar til hann hverfur af landi burt árið 1920. Sveinn Bjömsson var einn af forgöngumönnum þess, að Eim- ski'pafélags íslands var stofnað. Hann var kosinn í fyrstu stjóm félagsins árið 1914 og þá formaður félagsstjómar. Var hann avallt endurkosinn sem formaður Eimskipafélagsins meðan hann átti heima hér á landi, eða til 1920, og svo aftur 1924 til 1926, Þegar hlé varð á sendiherrastörfum hans. Það ber því ljóslega viíni, hversu mikils álits Sveinn Bjömsson þá, jafn ungur og hann var, hefur aflað sér, að hann skyldi verða kjörinn formaður Einiskipafélagsios undir eins á stofnfundi þess. Hinir einstökii hæfileikar hans til þess að laða sundurlynd og óþýð öfl til sam-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.