Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1952, Síða 14

Andvari - 01.01.1952, Síða 14
10 Steingrímur Steinþórsson ANDVAHI starfs, hafa notið sín ágætlega við undirbúningsstarf að stofnun Eimskipafélags Islands og aukið traust hinna eldri manna, er að félagsstofnuninni stóðu, á honum, til þess að verða foringi þess- ara mikilvægu samtaka. Má þakka að miklu leyti framtaki og forustu Sveins Björnssonar, að svo giftusamlega tókst til, að á árunum 1912—1914 var stofnun Eimskipafélagsins undirbúin það vel, að félagið gat telcið til starfa áður en ógnir heimsstyrjald- arinnar fyrri skullu yfir þjóðina með fullum þunga. Þá var Sveinn Bjömsson helzti frumkvöðull að stofnun Sjó- vátryggingarfélags íslands. Áður störfuðu hér aðeins erlend vá- tryggingarfélög og rann því allur ágóði af hverskonar trygging- um til útlanda. Sveinn var í stjóm Sjóvátryggingarfélags íslands frá stofnun félagsins og til 1920 og aftur 1924 til 1926. Þá var hann á þessum árum aðalhvatamaður að stofnun Hins íslenzka flugfélags h.f., Bifreiðafélags Islands, Vélaverkstæðisins Hamar h.f. og ísafoldarprentsmiðju h.f. Ýmis fleiri fyrirtæki mætti nefna, er Sveinn Björnsson beitti sér fyrir að koma á laggirnar á þessum árum og hafa reynzt styrkar stoðir undir atvinnulífi þjóðarinnar síðan. 011 þessi starfsemi lýsir greinilega hinurn bjartsýna, áræðna, en þó varfærna framfaramanni, sem sér og skilur, að því aðeins getur þjóð vor reist sig við og orðið sjálfstæð, að hún atvinnulega og fjárhagslega geti staðið á eigin fótum, en þurfi ekki allt til annarra að sækja. Forstjóri Brunabótafélags íslands var Sveinn Björnsson árin 1916 til 1920 og aftur 1924—1926, enda var hann einn aðalhvatamaður að stofnun Brunabótafélagsins. Þá stóð hann og ásamt öðrum að stofnun Rauðakross íslands árið 1925, þegar hann dvaldi hér á landi. Þetta er þurr og leiðigjörn upp- talning, en er þó nauðsynleg til þess að gera sér grein fyrir, hversu djúp spor til framfara og menningarauka Sveinn Björns- son hefur markað á árunum frá 1910 eða þar um bil og fram um 1920. Sveinn Björnsson var lcosinn lyrri þingmaður Reykvíkinga við aukakosningar 1914. Var það mjög í samræmi við uppruna og uppeldi hans, að hann gæfi sig að stjómmálum. Hefur hinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.