Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1952, Side 16

Andvari - 01.01.1952, Side 16
12 Steingrímur Steinþórsson ANDVARI þykkti, segir svo: „Heldur Alþingi því þessvegna fast fram, að uppburður sérmála íslands fyrir konungi í ríkisráði Dana verði hér eftir sem hingað til sérmál landsins". Þessi fyrirvari Alþingis varð þess valdandi, að hin nýja stjórnarskrá strandaði í ríkisráð- inu, þegar ráðherra íslands, Sigurður Eggerz, studdur af þáver- andi Sjálfstæðisflokki, bar hana þar upp til staðfestingar. Ákvað konungur að fresta staðfestingu stjómarskrárinnar, þangað til hann hefði ráðfært sig við fleiri Alþingismenn. Konungur kvaddi Hannes Hafstein á sinn fund í marz 1915, en flokkur hans, Heimastjómarflokkurinn, var þá í stjómarandstöðu. Hannes Haf- stein mun hafa ráðlagt konungi að kveðja menn úr Sjálfstæðis- flokknum á fund sinn. Varð það til þess, að konungur kvaddi á sinn fund þrjá nýkjörna þingmenn, og voru þeir allir nýliðar á Alþingi. Það vom þeir Einar Arnórsson, Guðmundur Hannes- son og Sveinn Björnsson. Arangur af för þeirra þremenninganna varð sá, að stjómarskrárbreytingin var staðfest af konungi vorið 1915. Einar Arnórsson varð þá ráðherra í stað Sigurðar Eggerz. Sveinn Bjömsson féll við kosningarnar 1916 og er svo talið, að þáttur hans í að bjarga stjómarskránni í höfn árið áður hafi valdið því, að margir Sjálfstæðismenn snérust gegn honuin. Sveinn Björnsson sat því ekki á Alþingi 1918, þegar sambands- lögin voru endanlega afgreidd. En á þessum árum, gegndi hann ýmsum mikilvægum störfum fyrir ríkisstjómina. Var hann þá meðal annars oftar en einu sinni sendur í vandasömum erinda- gjörðum til annarra ríkja. Mun þá hafa verið viðurkennt, að fáir stóðu honum á sporði, þegar lægni og lipurð þurfti við að hafa til þess að koma málum farsællega fram. Nú var ísland orðið fullvalda ríki, í konungssambandi við Danmörku. Að vísu fóru Danir með allmörg mál Islands fyrst um sinn, þar á meðal utanríkismál. I 15. gr. sambandslaganna var svo mælt fyrir: „Hvort landið fyrir sig ákveður, hvernig hagsmuna þess sjálfs og þegna þess skuli nánar gætt í hinu landinu/' Það virðist hafa vakað fyrir hinum dönsku fulltrúum í sanr-

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.