Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1952, Page 18

Andvari - 01.01.1952, Page 18
14 Steingrímur Steinþórsson ANDVARI samur og var ávallt ljúfast að leiða til sætta, væri þess kostur. Honum mun hafa verið það mjög mikið áhugamál, að þessi mis- munandi skilningur íslendinga og Dana á ákvæðum sambands- laganna varðandi utanríkisþjónustuna yrði ekki til þess að skapa nýjar deilur og erfiðleika milli sambandsþjóðanna. Forsætisráð- herra, sem var vitur maður og gerhugull, mun því hafa verið Ijóst, að mikið valt á því, að til fyrsta sendiherra Islands í Kaup- mannahöfn veldist hæfileikamaður, sem með starfi sínu gæti öðlazt virðingu og traust beggja sambandsríkjanna. En þá var svo ástatt, að hið fullvalda konungsríki ísland hafði engum manni á að skipa, er nokkuð hafði starfað í utanríkisþjónustu, né kunni skil á þeim málurn. Idér var því úr vöndu að ráða. Niðurstaðan af þessum vangaveltum íslenzku ríkisstjórnarinn- ar varð sú, að hún fékk Svein Bjömsson, hæstaréttarlögmann og alþingismann, til þess að gerast fyrsti sendiherra íslands hjá sambandsþjóð okkar, Dönum. Hann var skipaður í þetta embætti á miðju ári 1920 og fluttist hann þá til Kaupmannahafnar. Þá voru engin lög til urn skipun sendiherra. En á Alþingi 1921 lagði forsætisráðherrann, Jón Magnússon, fram frv. um skipun sendiherra, og var það samþykkt. Þegar Jón Magnússon lagði frumvarpið fram, farast honum svo orð um Svein Björnsson, sem þá var orðin sendiherra: „Eg bjóst ekki við því á síðasta þingi, að sendiherra yrði skip- aður, áður en þetta þing kæmi saman. Ég bjóst nefnilega ekki við því, að kostur yrði á manni, sem til þess væri fallinn. Ég taldi verða leitun á þvílíkum manni og ekki fært að leggja út í þetta nema með vel fallinn mann. Ég taldi nauðsynlegt, að þessi maður væri duglegur, lipur samningamaður, kunnugur verzlun og við- skiptum, vanur að umgangast menn á því reki, er hann þyrfti að eiga viðskipti við vegna stöðu sinnar, og enn fremur, vegna þess að vér höfum ekki ráð á að greiða þau laun, er samsvara þykja stöðunni, nokkuð efnum búinn. Þegar ég varð þess var i vor, að Sveinn Björnsson mundi ekki ófús að taka að sér sendi-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.