Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1952, Page 20

Andvari - 01.01.1952, Page 20
16 Steingrímur Steinþórsson ANDVARI kennt fyrir, hve prýðilegt það var að öllu leyti. Háttsettir erlendir fulltrúar margra þjóða komu á sendiherraheimilið og fannst mikið til um hina hugljúfu, menntuðu og virðulegu húsráðendur. Mun sú kynning, sem útlendingar á þennan hátt fengu af fs- landi og íslenzkri menningu, ásamt því sem áður er nefnt, hafa orðið til þess að vekja eftirtekt á þjóð okkar og landi og auka hróður þess. Það var því mikil gæfa fyrir þjóð okkar, að hinn fyrsti sendi- herra íslands skyldi reynast jafn ágætur fulltrúi þjóðar sinnar og Sveinn Bjömsson þau hartnær 20 ár, er hann gegndi sendi- herraembætti. Eins og alkunnugt er, tepptust allar samgöngur milli íslands og Norðurlanda, þegar Þjóðverjar hernámu Danmörku og Noreg í apríl 1940, en þá hafði heimsstyrjöldin síðari geisað síðan haustið 1939. Þegar svo var komið, urðum vér að taka alla utan- ríkisþjónustu í eigin hendur, þar sem Danir gátu ekki á neinn hátt staðið við skuldbindingar sínar í þeim efnum. Hinn 10. apríl 1940, næsta dag eftir hernám Danmerkur, samþykkti Al- þingi svofellda ályktun: „Með því að ástand það, er nú hefur skapazt, hefur gert konungi íslands ókleift að fara með vald það, sem honum er fengið í stjórnarskránni, lýsir Alþingi yfir því, að það felur ráðuneyti fslands, að svo stöddu, meðferð þessa valds.“ Með sömu rökum ályktaði Alþingi sama dag, að Dan- mörk gæti ekki rækt umboð til meðferðar utanríkismála fslands samkvæmt sambandslögunum frá 1918. Þessar ályktanir Alþingis voru samstundis símaðar til sendi- herra Sveins Bjömssonar í Kaupmannahöfn. Tilkynnti hann síð- an Kristjáni konungi X. þá ákvörðun Alþingis, að fá ráðuneyti fslands í hendur konungsvaldið. Jafnframt tilkynnti sendiherr- ann dönsku ríkisstjórninni, að umboð hennar til þess að fara með utanríkismál íslands væri fallið niður. Á þennan hátt lauk störfum Sveins Bjömssonar sem sendiherra íslands í Kaupmanna- höfn. Ríkisstjórn íslands óskaði eftir, að hann kæmi heim eins fljótt og ástæður leyfðu. Sveinn Bjömsson kom heim fáum vik-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.