Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1952, Síða 25

Andvari - 01.01.1952, Síða 25
andvari Sveinn Bjömsson 21 Adressebog árið 1907. Næstu ár þar á eftir ritaði Sveinn margar greinar í Isafold. Sumar þeirra fjalla beint um stjórnmál og eru þáttur í þeim hörðu stjómmálaátökum, sem þá áttu sér stað og faðir Sveins, Björn Jónsson, var þá mjög viðriðinn. Málflutn- ingur Sveins Bjömssonar var ávallt laus við persónulega áreitni og illkvittni, sem oft gætti þá í hita stjórnmálanna. Hann flutti rnál sitt með hógværð og prúðmennsku, en studdi malstað sinn sterkum rökum. Margar greinar Sveins Bjömssonar í ísafold þessi ár fjölluðu um þau umbótamál, er hann þá, ásamt ymsum fleiri, var að berjast fyrir að koma í framkvæmd. Allmargar rit- gerðir í tímarit hefur Sveinn Bjömsson skrifað bæði fyrr og síðar. Að sjálfsögðu hlaut Sveinn Björnsson margar sæmdir bæði innanlands og utan. Hann var kjörinn heiðursfélagi í allmörgum félögum. Sum þeirra voru samtök, sem hann hafði á sínum yngri árum verið forystumaður um að stofna. Heiðursmerki hlaut Sveinn Bjömsson eins og hér segir: R.ÍF. 3. júlí 1921; Str.íF. 6. okt. 1926, Stk.lF. 1. des. 1933, K.Dbg. 18. okt. 1922, Stk.Dbg. 2. júní 1924, Stk. NoStO, Stk. SæV., Stk. ít.Kr. 10. júlí 1922, Stk. SpIK. 19. maí 1924, Stk.FiHR. 31. jan. 1927, Hm.Alþh. 26. júní 1930, Lýhm. 8. júlí 1944, Hrn. RKÍ. 1949. Síðustu ár ævi sinnar átti forsetinn við mikla vanheilsu að stríða. Fór hann oftar en einu sinni til útlanda, til þess að reyna að fá bót meina sinna. Þrátt fyrir vanheilsu vildi hann avallt sinna störfum sínum. Hann ferðaðist allmikið um til þess að kynnast þjóðinni sem bezt. Mun hann þá glöggt hafa fundið, hve ástsæll hann var og hve einlæga virðingu og hlýhug menn hám til hins yfirlætislausa og ástúðlega forseta. Hann mun stund- um hin síðustu árin hafa sjálfs síns vegna lagt of hart að sér í shkum ferðalögum, en engum tjóaði um það að fast. Forsetinn fékkst ekki til þess að hlífa sjálfum sér. Sveinn Björnsson, forseti, flutti ræðu til þjóðar sinnar á nýárs- dag 1952. í þessum síðasta boðskap sínum til þjóðarinnar komst hann svo að orði:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.