Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1952, Side 27

Andvari - 01.01.1952, Side 27
andvari Sveinn Bjömsson 23 Góðir íslendingar! Ég flyt íslenzku þjóðinni sorgarfregn. Forseti Islands, herra Sveinn Björnsson, andaðist í Reykjavík klukkan hálffjögur í nótt. Forsetinn hafSi fyrir skömmu gengiS undir uppskurS er- lendis og virtist á góSum batavegi, en að vonum máttfarinn eftir mikla og hættulega skurðaðgerð. Þegar ég átti tal við forsetann í fyrradag, glaðan og hress- an í anda, grunaði mig síst, að sá fundur yrði okkar síðasti, enda lét hann í ljós vonir um, að þreytan myndi hverfa með vori og hækkandi sól, svo að hann gæti þá tekið til starfa meS endumýjuðum kröftum fyrir land sitt og þjóð. Islenzka þjóðin mun jafnan minnast hins mikilhæfa, góð- viljaða og hugljúfa forseta síns með virðingu og þökk og meta að verðleikum störf hans í þágu lands og lýðs, bæði meðan hann gegndi vandasömu sendiherraembætti um langt skeið og eins, er hann mótaði og markaði stöðu hins íslenzka þjóðhöfðingja sem fyrsti forseti hins íslenzka lýðveldis. I dag sýnir þjóðin samúð sína með því, að störf í skrif- stofum og verzlunum, hæði hjá einstaklingum og ríkisfyrir- tækjum, eru felld niður frá hádegi, og hverskonar samkomum aflýst og skólum lokað. Flugur vor beinist í dag sérstaklega til forsetafrúarinnar, Georgíu Björnsson, og bama og annarra vandamanna for- setahjónanna, með hluttekningarkveðjum. Vér Islendingar munum ávallt minnast hins fyrsta for- seta íslenzka lýðveldisins, herra Sveins Bjömssonar, með miklu þakklæti og óblandinni virðingu. Guð hlessi hann og alla ástvini hans. Um kvöldið þennan sama dag, er forsetinn andaðist, fluttu ráðherrar, formenn stjórnmálaflokka og fleiri forustumenn og samstarfsmenn forsetans fyrr og síðar, ávörp í útvarpið. Lík for-

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.