Andvari - 01.01.1952, Qupperneq 31
ANDVARI
Skúli Magnússon og Nýju innréttingarnar
27
ar hitt, að sjálf ríkisstjórnin lét hér af hendi rakna allmikið fé
til styrktar þessurn áformum. Er það fyrsta dæmið í sögu vorri
um ríkisframlag til eflingar atvinnuvegum landsins. Allt er þetta
ljós vottur þess, að upp er að renna ný öld. Hér er um að ræða
fyrstu skímu hins upplýsta einveldis í íslenzkum atvinnu- og
stjórnmálum. Hið sama vald, sem á liðnum öldum hafði fastast
bundið hendur þjóðarinnar og þyngt æ meir okið á herðum henn-
ar, hafði nú loks rankað við sér og tekið upp nýja stefnu í við-
skiptum sínurn við íslendinga.
Á vorum dögum láta fá orð jafn illa í eyrum og orðið ein-
veldi. Svo rammt kveður að þeirri viðurstyggð, að þær þjóðir, sem
af einhverjum ástæðum hafa orðið að sætta sig við einræðið, geta
samt sem áður alls ekki fengið sig til að nefna stjórnarfar sitt því
nafni. Þær kalla það hið fullkomna lýðræði. Áður fyrr átti þetta
orð og sú hugsun, sem í því felst, miklu gengi að fagna. Sú var
tiðin, að einveldi var talið fullkomnasta stjórnarlag sem þekktist
>neð siðuðum þjóðum. Er og sannast rnála, að einveldið, sem
flestar þjóðir Norðurálfu hafa einhvemtíma lotið um lengri eða
skemmri tíma, verður talið harla merkilegt stig í stjórnmálalegri
þróun þeirra og flestar eiga þær einhvers góðs að minnast fra
þeinr öldum. Norski fræðimaðurinn Harry Fett hefur ritað mjög
skemmtilega bók, er hann nefnir „Vort nationale Enevælde , vort
þjóðlega einveldi, og á hann þá við einvaldsstjórn Danakonunga
í Noregi. Ég efast nú reyndar um það, að hægt væri að skrifa
^ók með því líku nafni um einvaldsstjórnina dönsku hér á landh
En hitt er söguleg staðreynd, að úr því einvaldsskipulagið 1 land-
stjorn tekur að festa rætur hér á landi undir 1700, verður bratt
nokkur hreyting til bóta á viðhorfi ríkisvaldsins til íslandsmala,
l'ótt eigi gæti þar skipulegrar viðleitni til umbóta á högum þjoðar-
innar fyrr en undir miðja 18. öld.
Þróun ríkisvaldsins og stefna Danakonunga í atvinnu- og
fjarmalum frá því um miðja 16. öld og fram undir miðja 18. öld
or svo nákomið því efni, sem hér er til umræðu, að vart verður
bjá því komizt að víkja að því nokkrum orðum. Öfugþróun sú,