Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1952, Qupperneq 31

Andvari - 01.01.1952, Qupperneq 31
ANDVARI Skúli Magnússon og Nýju innréttingarnar 27 ar hitt, að sjálf ríkisstjórnin lét hér af hendi rakna allmikið fé til styrktar þessurn áformum. Er það fyrsta dæmið í sögu vorri um ríkisframlag til eflingar atvinnuvegum landsins. Allt er þetta ljós vottur þess, að upp er að renna ný öld. Hér er um að ræða fyrstu skímu hins upplýsta einveldis í íslenzkum atvinnu- og stjórnmálum. Hið sama vald, sem á liðnum öldum hafði fastast bundið hendur þjóðarinnar og þyngt æ meir okið á herðum henn- ar, hafði nú loks rankað við sér og tekið upp nýja stefnu í við- skiptum sínurn við íslendinga. Á vorum dögum láta fá orð jafn illa í eyrum og orðið ein- veldi. Svo rammt kveður að þeirri viðurstyggð, að þær þjóðir, sem af einhverjum ástæðum hafa orðið að sætta sig við einræðið, geta samt sem áður alls ekki fengið sig til að nefna stjórnarfar sitt því nafni. Þær kalla það hið fullkomna lýðræði. Áður fyrr átti þetta orð og sú hugsun, sem í því felst, miklu gengi að fagna. Sú var tiðin, að einveldi var talið fullkomnasta stjórnarlag sem þekktist >neð siðuðum þjóðum. Er og sannast rnála, að einveldið, sem flestar þjóðir Norðurálfu hafa einhvemtíma lotið um lengri eða skemmri tíma, verður talið harla merkilegt stig í stjórnmálalegri þróun þeirra og flestar eiga þær einhvers góðs að minnast fra þeinr öldum. Norski fræðimaðurinn Harry Fett hefur ritað mjög skemmtilega bók, er hann nefnir „Vort nationale Enevælde , vort þjóðlega einveldi, og á hann þá við einvaldsstjórn Danakonunga í Noregi. Ég efast nú reyndar um það, að hægt væri að skrifa ^ók með því líku nafni um einvaldsstjórnina dönsku hér á landh En hitt er söguleg staðreynd, að úr því einvaldsskipulagið 1 land- stjorn tekur að festa rætur hér á landi undir 1700, verður bratt nokkur hreyting til bóta á viðhorfi ríkisvaldsins til íslandsmala, l'ótt eigi gæti þar skipulegrar viðleitni til umbóta á högum þjoðar- innar fyrr en undir miðja 18. öld. Þróun ríkisvaldsins og stefna Danakonunga í atvinnu- og fjarmalum frá því um miðja 16. öld og fram undir miðja 18. öld or svo nákomið því efni, sem hér er til umræðu, að vart verður bjá því komizt að víkja að því nokkrum orðum. Öfugþróun sú,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.