Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1952, Page 37

Andvari - 01.01.1952, Page 37
ANDVARI Skúli Magnússon og Nýju innréttingamar 33 veldishátta um stjórn landsins. Fyrsti amtmaðurinn hér á landi, Kristján Miiller, var reyndar engan veginn vel til þess fallinn að koma nýju og fullkomnara lagi á stjórn landsins, enda fór hún fram með lítilli skipan um hans daga og fulltrúa hans og stift- amtmanns, þeirra fullmegtugu, Odds Sigurðssonar og Páls Beyers. Voru og róstutímar upp úr aldamótunum 1700 og fram til 1720. Þó var í erindisbréfi Mullers fólginn vísir þess, sem koma skyldi. Nú skyldi lokið meira og minna gerræðislegri stjóman embættis- manna hér. Pléðan af átti stjórnarráð konungs og hann sjálfur að hafa stöðugt og nákvæmt eftirlit með öllum embættisrekstri. Og til þess að ljóst mætti vera, að héðan af yrði fullt tillit tekið til nauðsynjar og velfamaðar þegnanna, var mönnum nú boðið að snúa sér til konungs með kvartanir yfir því, sem aflaga færi, og tillögur til umbóta. En til þessara ummæla í erindisbréfi Kristjáns Mullers má beint rekja skrif Páls Vídalíns, Deo, regi, patriae. Bitgerð Amgríms Vídalíns er af sama toga spunnin. Fram til aldamóta 1700 höfðu afskipti ríkisvaldsins af fjár- etnum íslendinga helzt verið í því fólgin að skapa þeim einokunar- sanminga við kaupmenn, en þeir samningar þóttu jafnan fara harðnandi. Á síðustu tugurn 17. aldar var svo komið vegna lang- varandi fjárkúgunar og niðurníðslu atvinnuveganna, er af henni stöfnðu, að eigi þótti lengur mega standa við svo búið. Langvinnt hallasri undir aldamótin lagði hér á smiðshöggið. Af vandræðum þessum leiddi sendiför Gottrúps lögmanns á konungsfund 1701, sbipun jarðabókarnefndarinnar, sem svo er oftast kölluð, 1702, °g samningu nýs verzlunartaxta. En með einokunartaxtanum 1702 er í fyrsta sinni í hundrað ára sögu einokunarinnar slakað nokkuð Þl á verzlunarkjömm að beinni tilhlutan ríkisstjómarinnar. Nú gefst ekki ráðrúm til þ ess að víkja nánara að þessum atgerðum. En starfi jarðabókarnefndar eigum við það að þakka, að við get- um gert okkur nokkurn veginn glögga hugmynd um hagi þjóðar- hurar í upphafi 18. aldar. Manntalið 1703 fræðir okkur ekki aðeins um fólksfjöldann í heild sinni, heldur fáurn við þar ljósa nrynd af atvinnuhögum fólksins. Jarðabókin fyllir hér upp og

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.