Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1952, Side 39

Andvari - 01.01.1952, Side 39
ANDVABI Skúli Magnússon og Nýju innréttingarnar 35 Við sem nú lifum, höfum kynnst miklum framförum. Við lifum og höfurn lifað á framfaratímum. í raun og veru er örðugt að hugsa sér nokkurn veginn heilbrigt þjóðfélag án framfara, án þróunar með nokkrum hætti. Allar aldir hafa verið framfara- aldir, ef rétt er á litið. En að vísu hafa ekki allar kynslóðir átt því láni að fagna áð njóta framfara aldar sinnar. 18. öldin var mikil framfaraöld víða urn lönd. Ný og vaxandi þekking á náttúru- vísindum, ný tækni í iðnaði, nýjar aðferðir í jarðyrkju og kvik- fjárrækt, batnandi heilbrigðishættir, vaknandi og vaxandi áhugi stjórnarvalda og hinna æðri stétta á því að glæða menningu og hæta kjör hinna lægri stétta, ekki sízt bænda, sem víða voru harðlega undirokaðir frá fomu fari, allt þetta gefur öld þessari sérstakan, viðfeldinn svip. Vorblær hvílir yfir svip þessarar aldar, þótt þar sé, eins og oft vill verða, ýmsar blikur á lofti, nýgræð- ingurinn viðkvæmur og hætt við áföllum meðan enn er allra veðra von. Á Norðurlöndum kemst nýr skriður á margskonar umbætur í verklegum efnurn upp úr því er Norðurlandastyrjöldinni miklu lykur 1720. Þeirrar hreyfingar gætir að kalla má alls ekki a fs- landi fyrr en upp úr 1740. Um 1750 verður hér hinsvegar gagn- ger breyting á. Þá hefst nýtt tímabil í atvinnusögu landsins með stofnun Nýju innréttinganna og baráttunni fyrir afnámi kaup- þrælkunarinnar. Ég hefi hér að frarnan leitast við að gera grein fyrir megin- atriðum í þróun stjórnhátta og atvinnumála hér á landi frá sið- skiptum og fram undir miðja 18. öld. Sú mynd er, sem vænta naá, engan veginn fullkonrin, þetta er rissmynd, en hún á að sýna tvennt, sem hér skiptir mestu máli. í fyrsta lagi eflingu i'íkisvaldsins, sem í ákafri keppni sinni eftir því að ná í sínar hendur meiri og meiri völdum yfir þegnum sínum lætur nærfellt einskis ófreistað, unz fullu einveldi er náð. í öðru lagi hnignun þá, senr samtímis verður hér á landi i atvinnu og fjárefnum, er feiðir beint af fjárkúgun þeirri, er ríkisvaldið beitti þjóðina. En stjomhættir þessir, sem í öndverðu skapast af baráttu konungs- valdsins til þess að festa sig sem bezt í sessi, breytast ekki um

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.