Andvari - 01.01.1952, Blaðsíða 41
ANDVARI
Skúli Magnússon og Nýju innréttingamar
37
atriði í skýrslu sinni um Skagafjarðarsýslu, varðandi sjávarútveg,
hafi orðið önnur stoðin undir Nýju innréttingamar. Loks ber hér
að nefna sendiför Nielsar Horrebows og dvöl hans hér a landi
1749—51 og skýrslu hans til stjórnarinnar, er að vísu hafði bein
áhrif til framgangs innréttingunum, sem enn skal að vikið.
Áður en lengra er haldið, er rétt að benda á það, að nokkm
fyrr, upp úr 1730, liöfðu tveir menn, Matthías Jochumsson Vagel
og Hans Becker, gamall skjólstæðingur Árna Magnússonar og
síðar um hríð lögmaður hér á landi, samið hvor í sínu lagi rit-
gerð um hagi íslands og viðreisn þess, nokkuð svo í líkum anda
og þeir Páll og Arngrímur Vídalín. Becker, sem fyrrum hafði
fengizt við verzlun, kenndi verzlunarólaginu um allar hörmung-
ar Islendinga. Ritgerð Vagels var einkum merk vegna þess, að
hann tók þar mjög til meðferðar ullariðnað þjóðarinnar, einmitt
það atriðið. sem varð höfuð-viðfangsefni innréttinganna síðar og
almennastan áhuga vakti af öllu, sem þær fengust við, enda var
her um þjóðarnauðsyn að ræða flestu öðru fremur.
Undir árslok 1749 varð Skúli Magnússon sýslumaður í Skaga-
firði skipaður landfógeti. Saga Skúla Magnússonar er flestum
svo kunn, að óþarft er að rifja upp æviatriði hans, enda skal her að
láu einu vikið. Hann tók við sýslu í Skagafirði 1738 og fékk hratt
á sig mikið orð fyrir dugnað og skörungsskap í hvívetna. í buskap
sínum reyndist hann mikill framkvæmda og atorkunraður, svo
að til þess var tekið. Hann var ráðsmaður Hólastóls 1741—46 og
þótti hafa sýnt mikla röggsemi í því margbrotna og vandasama
starfi. Af öllu því sem nú er talið hafði hann fengið mikil og
oáin kynni af íslenzkum atvinnuhögum og kjörum alþýðu manna,
einkum norðan lands. Á sýslumannsárum sínum hafði hann reist
mál gegn kaupstjóra Hörmangarafélagsins á Idofsósi fyrir vöru-
svik og óréttmæta verzlunarhætti. Margoft fyrrurn höfðu kærur
fram komið á hendur kaupmönnum fyrir sannar sakir og jafnan
lítið úr orðið, en allt jafnað í makindum milli stjórnarinnar og
kaupmanna. Hér brá svo við, að málið náði fram að ganga og
kaupmaðurinn var dæmdur fyrir athæfi sitt, svo sem íög stóðu