Andvari - 01.01.1952, Qupperneq 42
38
Þorkell Jóhannesson
ANDVARl
til. Ég minnist hér á þetta vegna þess, að niálið sjálft og úrslit
þess hafði eflaust djúptæk áhrif á Skúla og afstöðu hans til ein-
okunarinnar. Rangsleitni og spillingu þessa verzlunarlags hafði
hann kynnst rækilega við rekstur þessa máls og raunar var honum
það allt kunnugt áður, og svo áhrif kaupþrælkunarinnar á lands-
hagi yfirleitt. Honum hafði fyrstum manna tekizt að koma lögum
yfir einokunarverzlunina. Hann átti eftir að þjarma betur að
henni. í raun réttri átti liann eftir að ganga af henni dauðri.
Vorið 1750 fluttist Skúli suður að Bessastöðum og tók til
fulls við landfógetaembættinu. A Alþingi það sumar urðu um-
ræður með mönnum um það, að eitthvað yrði aðhafzt til þess að
koma að nýju fóturn undir atvinnu- og fjárhagi í landinu. Vanda-
málið var ekki nvtt og þarf enginn að ætla, að það væri ekki öll-
um lýðum sæmilega Ijóst, rnörg atriði þess a. m. k. Þessar umræður
manna á Alþingi 1750 voru því út af fyrir sig engin nýlunda,
og þeir, sem þarna ræddust við, höfðu sjálfsagt oftlega hugleitt
málið og rætt við ýmis tækifæri og á ýmsa lund. Eitt af mörgum og
harla mikilvægum vandamálum þjóðarinnar var ullariðnaðurinn.
A þessum tímum og enn um langa hríð var mest allt klæðaefni
unnið innanlands. Elér var um heimilisiðnað að ræða, en áhöld
þau, sem menn notuðu, voru í öllum höfuðatriðum af sömu gerð
og títt var í upphafi landsbyggðarinnar, ullin spunnin á hand-
snældu og dúkurinn ofinn í hinum ævaforna svo kallaða íslenzka
vefstól. Var slíkt verk ákaflega seinunnið og fylgdi því mikið
erfiði. í öðrum löndum var verklag við dúkagerð og garnspuna
löngu breytt til meiri afkasta og léttari og auðveldari vinnu-
bragða. Þetta var mörgum íslendingum kunnugt og ýmsir þeirra,
sem þarna ræddust við, höfðu sjálfir haft nokkra reynslu af hin-
um nýju áhöldum, eða þekktu til þeirra. Lárus Gottrúp, lögmað-
ur á Þingeyrum, mun fyrstur ntanna liafa flutt hingað nýtízku
vefstól og rokka um 1712, að því er Jón sýslumaður Jakobsson
telur, en því næst Jón biskup Árnason í Skálholti, um tíu árum
síðar. Mest mun þó Skúli Magnússon hafa að því unnið að kynna
mönnum áhöld þessi, bæði á Hólum, er hann var þar stólsráðs-