Andvari - 01.01.1952, Blaðsíða 43
ANDVARI
Skúli Magnússon og Nýju innréttingarnar
39
maður, og svo heima hjá sér, á Stóru-Ökrum, en er hann fluttist
suður, gaf hann Sveini lögmanni Sölvasyni vefstól sinn. Hér má
enn nefna Jón sýslumann Benediktsson í Rauðuskriðu. Ullar-
iðnaður stóð frá fornu fari á háu stigi á norður- og austurlandi.
Ahuginn fyrir hinum nýju tóvinnutækjum virðist líka hafa einna
fyrst orðið almennur þar, og má að nokkru rekja það til fram-
kvæmda Skúla Magnússonar, sem fyrr var að vikið. Enda segir
Jón sýslumaður Jakobsson, að í Vaðlaþingi væri „kljágrjótavef-
staðir og kerlingasnælduspuni hinn forni“ að mestu aflagður upp
úr 1768.
Svo sem vænta mátti fóru tillögur manna á Alþingi 1750
nokkuð á dreif. Magnús Gíslason lögmaður, síðar amtmaður,
vildi þegar hefjast handa um stofnun verksmiðju til dúkagerðar,
sjálfsagt í smáum stíl. Hafði hann áður, 1746, hreyft líkri hug-
ntynd og leitað stuðnings hjá ríkisstjórninni, en litlar undirtektir
fengið. Skúli Magnússon vildi stofna félag til þessara tramkvæmda
og taka fleiri verkefni fyrir. Svo sem vænta mátti varð ekki mikil
niðurstaða af umræðum að þessu sinni, en þó réðst Magnús Gísla-
son í að skrifa stjórninni um stofnun vefsmiðju og varð það til
þess, að vorið 1751 veitti stjórnin honum og þeim, sem með hon-
nm stæðu að fyrirtæki þessu, 300 rd. úr konungssjóði.
Meðal þeirra manna, sem staddir voru á Alþingi 1750, var
'A'iels Horrebow, sem árinu fyrr var hingað sendur af konungi
°g danska Vísindafélaginu til rannsókna, maður vel menntaður
°g kunnugur víða um lönd. Mun hann hafa fylgst með umræð-
Uln þeim, sem þar urðu um framfaramál landsins, enda segist
honum svo frá, að hann hafi við öll tækifæri, einkum á Alþingi,
i’ætt við ráðamenn landsins um ástand þess. ,,Og þar sem margir
skynsamir menn mjög vel sáu og kvörtuðu um eymdarkjör þau,
sem landið væri í fallið, en örvæntu um leið um viðreisn þess,
þar sem þeir oft höfðu árangurslaust við leitað, lagði ég alla
stund á að eggja þá til að hefjast handa með hyggindum og at-
fy]gi og hafði þetta þau áhrif, að einn og annar tók að hugleiða
þetta af alúð, einkum hinn ágæti landfógeti, Skúli Magnússon,