Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1952, Page 44

Andvari - 01.01.1952, Page 44
40 Þorkell Jóhannesson ANDVARI sem var hinn ákafasti“. Þannig kemst Horrebow að orði í skýrslu sinni til stjómarinnar 1751. Nú má sjálfsagt bollaleggja til og frá um áhrif Horrebows á stofnun innréttinganna. Víst er um það, að árið 1750—51 dvöldust þeir saman á Bessastöðum, hann og Skúli, og eigi hefur Horrehow latt stórræðanna, heldur þvert á móti. Um þetta segir hann ennfremur: „Eftir miklar bollalegg- ingar og viðræður við mig, er við vorum samtíða á Bessastöðum, samdi hann frumvarp, er hann sýndi hinum áhrifamestu og ágæt- ustu löndum sínum, og gazt þeim vel að“. Því næst víkur hann að Alþingi 1751 og samkomum, sem landfógeti átti þar með þess- um mönnum og „öðrum sínum landsmönnum, sem höfðu fjár- magn og áhuga til að hjálpa sínu niðurnídda föðurlandi". Gerðist þá og það til nýlundu, að „saman var skotið 2 þús. rd. höfuðstól til að koma upp iðnaðarstofnun og var landfógeta falið að fara til Kaupmannahafnar til þess að leita þegnsamlegast ýmsra sér- leyfa og aðstoðar af hans konunglegu hátign", segir Horrebow ennfremur. Þessi frásögn frá Alþingi 1751 er í sjálfu sér nógu glögg, það sem hún nær, en hér þarf þó nokkru við að bæta. Þess var áður getið, að Skúli hafði áður í skýrslu sinni til stjórnarinnar um Skagafjarðarsýslu rætt nokkuð um ástand fiskveiða hér. Vorið 1751 fékk hann bréf frá stjóminni um að hann gæfi henni rök- stutt álit um það, hvað gera ætti og gera þyrfti, til þess að fisk- veiðar við ísland yrði betur reknar og komið í veg fyrir, að er- lendar þjóðir fleyttu hér rjómann af, en landsmenn sætu eftir með leifar einar. Árið 1750 hafði stjórnin veitt Birni Markús- syni sýslumanni í Skagafirði 200 rd. til kornyrkjutilrauna og nú kom 300 rd. fjárveiting til vefsmiðju Magnúsar Gíslasonar. Vafalaust var allt þetta sterk hvöt þeim mönnum, sem saman komu á Alþingi 1751 til að ræða og ganga frá félagsstofnun til þess að hrinda ýmsum framfaramálum landsins í framkvæmd, og átti sjálfsagt líka þátt í því, að starfsemi félagsins var ekki bundin við ullariðnaðinn einan, þótt hann væri meginþáttur hennar. Hlutafélag innréttinganna var stofnað á Alþingi 17. júh

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.