Andvari - 01.01.1952, Page 47
ANDVARI
Skúli Magnússon og Nýju innréttingarnar
43
höfuðtilgangur hans með stofnun þeirra hafi sá verið, að reka
þann fleyg inn í einokunarmúrinn, er honum mætti endast til
hruns áður en langt liði.
4. janúar 1752 staðfesti konungur samþykktir félagsins, veitti
þeim 10 þús. ríkisdala styrk og fékk því til afnota jarðirnar
Reykjavík, Örfirisey og Hvaleyri. Alls nam framlag konungs
til innréttinganna 60—70 þús. ríkisd., áður en lyki. Styrk þess-
um var m. a. varið til þess að kaupa tvær fiskiduggur með öllum
úthúnaði til fiskveiða, svo og húsavið, verkfæri og aðrar nauðsynjar
til stofnananna. Vorið 1752 hófust svo hyggingarframkvæmdir
í Reykjavík. Reis þar brátt allmikið þorp. Lýsir það eitt með öðru
framsýni Skúla Magnússonar, að hann valdi Reykjavík til að-
seturs iðnaðarstofnununum og lagði þar með grundvöll að höfuð-
stað landsins. Nærri myndi þó hafa legið að velja Hafnarfjörð,
vegna hetri hafnarskilyrða, en Skúli lét ekki slíkt villa sér sýn.
Hann leit stórt á verkefni sitt og ekki gat það orkað tvímælis,
að í Reykjavík var bæjarstæði miklu betra, enda lá sá staður
hið bezta við samgöngum á landi, sem hér kom líka mjög til
greina.
Hér hefði átt við að rekja sögu Nýju innréttinganna, en það
væri of langt mál og verður að nægja að drepa á fátt eitt. Húsa-
gerð iðnaðarstofnananna í Reykjavík var að mestu lokið 1754.
Árið 1752 var byrjað á færaspuna, 1753 var hér hafin skinna-
verkun og byrjað að vinna brennistein í Krýsuvík. 1754 var
ullarverksmiðjan tilbúin. Hafði áður unnið verið að ullarvinnslu
á Bessastöðum, meðan Ivús stofnananna voru í smíðum. Sama ár
var vefstofan á Leirá, sem þar hafði starfað síðan 1751, sameinuð
verksmiðjunni í Reykjavík. Dugguútgerðin átti skamman aldur,
Bar sig ekki, en lengi síðan voru duggurnar notaðar til flutninga
milli landa í þágu stofnananna. Hinir erlendu bændur, sem hing-
að komu á vegum stofnananna vorið 1752, réðust í ýmsa staði
uti um sveitir og höfðu innréttingarnar lítinn vanda af þeim.
Fjárbú ráku stofnanirnar nokkur ár í Helliskoti, mest til þess að
afla hráefnis, skinna og ullar, en það bú eyddist í fjársýkinni.