Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1952, Side 51

Andvari - 01.01.1952, Side 51
andvari Skúli Magnússon og Nýju innréttingamar 47 aS upp kæmi deilur milli Skúla og félagsins, er brátt urðu mjög hatrammar á báða bóga. Hámarki sínu náðu deilur þessar, er Skúli kærði félagið fyrir vörusvik 1768, en félagið svaraði með málssókn á hendur Skúla, vegna þess að hann hafði látið gera upptækar vörur fyrir félaginu 1769. Stóðu málaferli þessi sem hæst, er Landsnefndin 1770 var hingað send, en hún skyldi mcðal annars rannsaka verzlunarmálið og gera tillögur um skip- an þess framvegis. Um þessar mundir var illa ært í landi vegna fjársýkinnar einkum og landsmenn niðurbældir og úrræðalausir. Skúli einn var óbugaður. Lagði hann fyrir nefndina nýtt frum- varp um verzlunina, er hann hafði samiÖ 1767. Meginhugsun frumvarpsins var sú sama og fram kom í frv. hans 1757. Verzl- unin skyldi rekin með beinni þátttöku landsmanna, en verzlun- arlagið allt frjálslegra. En þrátt fyrir alla óánægju manna með Almenna verzlunarfélagið, treystist enginn til að fylgja Skúla. Ríkisstjómin taldi og vonlaust, eins og högum var nú háttað, að gera róttækar breytingar á verzlunarháttum hér. En brátt rak að því, að Almenna verzlunarfélagið yrði að hætta. AÖ vísu vann það vöruupptektarmálið gegn Skúla, en var dæmt til fjársekta í vörusvikamáli sínu og átti nú auk þess sem mest að vinna í málaferlum, er Skúli hóf gegn því fyrir illa meðferð þess á iðnaðarstofnununum. 1774 ákvað stjórnin að taka sjálf við ís- landsverzluninni og 1779 lauk málum Skúla út af iÖnaðarstofn- ununum með sættargerð og voru þær síðan konungseign og rekn- ar af stjóm konungsverzlunarinnar og í sambandi við hana til 1787, er verzlunin var gefin frjáls, sem fyrr er sagt. En þótt barátta Skúla fyrir frjálsri og innlendri verzlun bæri ekki beinan árangur, þannig að frumvörp hans um það efni væri samþykkt og framkvæmd, hafði stefna hans unnið fullnaðarsigur. Um 1770 mun varla nokkur maður, sem mark var á takandi, hafa treyst sér til að verja einokunina, eða mæla henni nokkra bót. Það sem hélt lífinu í verzlunarlagi þessu enn um nærri 20 ár var, svo öfugt sem það mátti þó virðast, ekkert annað en um- komuleysi landsmanna, er einokunin átti þó mesta sök a að allra 4

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.