Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1952, Blaðsíða 52

Andvari - 01.01.1952, Blaðsíða 52
48 Þorkell Jóhannesson ANDVARI dómi. Stefna stjómar konungsverzlunarinnar síðari og ríkis- stjórnarinnar sjálfrar miðaði líka að því að auðvelda breytingu á verzlunarlaginu þegar þar að kæmi, að atvinnuvegir landsmanna hefði tekið þeim stakkaskiptum til bóta, að gerlegt þætti að losa einokunarhöftin. Skúli Magnússon lifði það að sjá draum sinn um afnám verzlunareinokunarinnar rætast. Hann lifði það líka að sjá rætast hugsjónir sínar um framfarir í atvinnuefnum og aukinni verk- legri menningu. Hin nýja tækni í ullariðnaðinum var á efstu árum hans orðin alþjóðareign. Víða um sveitir landsins var þá kostur manna, sem numið höfðu hjá Nýju innréttingunum eða erlendis ýmis konar handverk og kenndu slíkt öðrum. Þjóðin hafði eignazt ný jarðræktarlög og lög um landnám og nýbýli, er áttu að verða lyftistöng í búnaði landsmanna og viðreisn hinni hrörn- uðu hyggð. Garðyrkjan hafði við fengna reynslu af starfi ýmsra þrautseigra brautryðjanda og með beinum stuðningi ríkisstjómar- innar og konunglega landbúnaðarfélagsins fest svo djúpar rætur víða um byggðir landsins að framtíð hennar mátti ömgg teljast. Sjávarútvegurinn hafði tekið nokkrum framförum við batnandi skipastól, nýungar í notkun veiðarfæra og vömverkun. Sjálfur hafði Skúli Magnússon átt þátt í því, að stjórn konungsverzlunar- innar síðari hóf þilskipaútveg í svo stómm stíl, að eigi varð hér skörulegra átak gert næstu hundrað árin. Andi innréttinganna var hér enn að verki, þótt sjálfar væri þær til horns hnignar. Okkur er nú Ijóst, að þótt Skúli Magnússon væri undir lok sinn- ar löngu ævi þreyttur orðinn af þungri lífsbaráttu, þrotinn að fé og flestri mannheill, ástvinasnauður einstæðingur, áttu ókomn- ar kynslóðir eftir að vinna þrekvirki í hans anda og við áhrif frá honum. Enn lifir sá andi með þjóð vorri og mun vonandi aldrei deyja. Því skal minning hans enn heiðruð með orðum vinar hans, Jóns Jakobssonar sýslumanns, er hann mælti eftir Skúla dáinn: Stór að gáfum, skörungur að framkvæmd. Föðurlands elskari og íslands kúgara hatari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.