Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1952, Side 53

Andvari - 01.01.1952, Side 53
andvari Nútízka í ljóðagerð. Eftir Svein Bergsveinsson. Tilefni þessarar ritgerðar er að nokkru leyti það, að á síðast- liðnum vetri gengust nokkrir ungir menn, skáld og aðrir áhuga- menn um ljóðagerð, fyrir því, að Stúdentafélag Reykjavíkur héldi fund um hina nýtízkulegu ljóðlist. Það, sem athyglisverðast mátti teljast og raunar tortryggilegast um leið, var, að formæl- endur atómljóðanna á fundinum, þeir Steinn Steinarr, Jón úr Vör, báðir skáld, og Helgi Sæmundsson bókmenntarýnandi, bentu ekki á inntak né stefnu þessarar skáldskapargreinar. Hins- vegar var höfuðáherzlan lögð á það, að hefðbundin ljóðagerð hefði þegar runnið sitt skeið og því eðlilegt, að eitthvað nýtt tæki við. Tregða almennings á að viðurkenna þá sönnu stefnu var skýrð út frá þeirri gömlu reynslu, að fjölmargar liststefnur hafi í öndverðu mætt andbyr, áður en þær náðu hylli og viður- kenningu almennings. Báðar þessar staðhæfingar eru hæpnar. Hefðbundnar listir geta haldið áfram að lifa sínu lífi samtýnis nýrri stefnum. List- stefnur leysa sjaldnast hvor aðra af hólmi eins og íþróttamenn í boð- hlaupi. Þó er síðari fullyrðingin hinni argari að því leyti, að nokkur dæmi verða alhæfrar merkingar. Því enda þótt nokkrar stefnur hafi að lokum sigrað og náð hylli eftir byrjunarörðug- leika, þá er hitt víst, að margar aðrar tilraunir í listanna ríki hafa varla fyrr skotið upp kollinum en þær hafa aftur horfið sjónum manna. Hefur nútízkan í ljóðagerðinni þá enga aðra köllun en þá, að

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.