Andvari - 01.01.1952, Qupperneq 54
50
Sveinn Bergsveinsson
andvari
„leysa af hólmi hefðbundna Ijóðagerð" og um leið auðvitað að
hrella heiðarlega borgara með nýstárlegum og lítt skiljanlegum bún-
ingi? Að vísu komu ekki aðalfulltrúar hennar fram á stúdenta-
fundinum, sumpart vegna fjarveru, svo að fundarmönnum gafst
ekki færi á að heyra af vörum þeirra sjálfra, hvað þeim lægi á
hjarta. Þó tel ég vafamál, að ungu skáldunum hefði tekizt framar
formælendum sínum að skýra tilgang sinn, og skal það í sjálfu
sér ekki lastað, því að sitt hvað er að yrkja og útskýra. Nokkrum
andmælingum skildist, að einkenni atómljóðanna, sem oftast
væru nefnd svo, væri hinn órímaði búningur. Það er að sjálf-
sögðu misskilningur. Tómas Guðmundsson skáld komst nær hinu
rétta, er hann taldi, að ungu skáldin leystu upp alkunn orðasam-
bönd og röðuðu orðunum saman á nýjan leik á óvenjulegan
hátt. Við það fær innihald ljóðsins torræðan búning. Guðmund-
ur G. Hagalín rithöfundur er inni á sömu braut, er hann taldi í
viðtali í Alþýðublaðinu á síðastliðnu vori aðaleinkenni atómljóð-
anna vera hið irratiónala eða óræða form. Ég vildi þó heldur
kalla það margræðan búning, svo sem enn mun sagt verða. Þrátt
fyrir uppgjöf formælendanna að skýra stefnuna, er það þó svo,
að hin umrædda nútízka í Ijóðagerð er engin tilviljun og er grein
af liststefnu, sem hafði sitthvað að segja, þegar hún kom fram
eftir heimsstyrjöldina fyrri sem og í endurfæddri mynd í byrjun
síðari heimsstyrjaldar. Annað mál er það, hversu haldgóð sú
stefna er orðin, er hana rekur á fjörurnar hér heima. Menn hafa
hampað nafni ensk-ameríska skáldsins og gagnrýnandans, Thomas
Stearns Eliot, í sambandi við tilraunir ungskáldanna íslenzku.
Því er að sjálfsögðu hægt að halda fram í gamni, að þau hafi
orðið fyrir djúpum áhrifum af Eliot. En í alvöru er tæplega hægt
að gera ráð fyrir að nemendur, sem gefast upp við gagnfræða-
nám, séu andlegir sálufélagar jafn hámenntaðs manns og Eliot,
sem numið hefur heimspeki, klassiskar og austurlenzkar bók-
menntir við háskóla eins og Harvard, Sorbonne og Oxford, auk
þess sem hann er torræður í líkingum sínum og túlkun.
Til að skilja hina umdeildu ljóðlist og tilorðningu hennar vil ég