Andvari - 01.01.1952, Page 55
andvari
Nútízka í ljóðagerð
51
benda á tvær liststefnur, sem drjúgan skerf hafa lagt til mynd-
unar og mótunar þessara torræðu ljóða, en það eru táknmynda-
stefnan (symbólisminn) og duldastefnan (surrealisminn). Tákn-
myndastefnan reyndi að festa heimsmyndina á táknmáli hugar
og tilfinninga, hugurinn vildi tjá hið algilda með orðanna hljóð-
an, en tilfinningamar leituðu þess í hljómrænu og dulvituðu
formi. Duldastefnan úr myndlistinni segir til sín í skáldskapn-
um við óvæntar hugmyndasamsetningar og líkingar í samræmi
við duldakenningar Freuds, svo sem í hinum alkunnu ljóðlín-
um Steins Steinars:
á hornréttum fleti
milli hringsins og keilunnar
vex hið hvíta 'blócm dauðans.
Það mætti því með nokkrum rétti segja, að atómljóðlistin standi
á mörgum fótum eins og bú Skallagríms, og jafnvel á íslenzkri
grund verður að skoða hana og skýra á alþjóðlegum grunni.
Það er ekki nema eðlilegt, að sú kynslóð, sem man lokastund-
irnar í blómaskeiði borgaralegrar menningar, tímana fyrir heims-
styrjaldirnar, þegar gangur lífsins virtist lúta jafnöruggum lög-
málum og gangur himintungla, það er ekki nema eðlilegt, að
hún reki hnýflana í nýsköpunarviðleitni atómskáldanna og dæmi
hina lögmálslausu list þeirra inntakslaust og óskiljanlegt orða-
gjálfur. Því að það sem hugsunin fær ekki rökdæmt er henni
einskis virði og innantóm skel. Jafnskiljanlegt er þó hitt í raun-
inni, að skáldin rísi til vamar, því að öllu lifandi er gefin sú eðlis-
hvöt að verja afkvæmi sitt. Andsvar þeirra er, að hið hefðbundna
Ijóðform sé dautt. Manni verður að spyrja með sjálfum sér:
hver er hér að leika á hvenir Em menn að ráðast á list, sem er
1 eðli sínu réttmæt og góð, ef aðeins nógu lærður listfræðingur
kæmi fram, sem gæti skilið liana og skýrt? Eða em ungskáldin
að leika á okkur og pranga inn á okkur nýju fötunum keisarans?
Það skal þegar játað, að sú sölumennska gengur heldur treglega.
Og eins vil ég taka það strax fram, sem reynt skal að skýra síðar,